2016-2018
Titill verkefnis: NAIP: Training Artists Without Borders
Verkefnastjóri: Listaháskóli Íslands
Styrkur: €266.532 til 24 mánaða
Markmið verkefnisins var að þróa námsumhverfi lista á háskólastigi í gegnum þverfaglegt samtal milli tónlistar og sviðlista. Áhersla var lögð á að efla áræði og dug nemenda til að gerast leiðtogar á sínu sviði, nálgast nýja áheyrendur og þróa nýjar aðferðir í sköpun og flutningi, í gegnum einstaklingsmiðað nám með áherslu á þverfagleg samstarfsverkefni.
Samvinna milli listgreina var nýtt sem tæki til þess að taka upp nýbreytni í kennsluháttum, en bæði kennarar og nemendur með bakgrunn í tónlist og sviðslistum tóku þátt í verkefninu, ásamt hagsmunaðilum úr atvinnulífinu. Vinnuhópar voru starfræktir á sviði þverfaglegrar samvinnu listgreina, aðferðafræði við leiðbeiningu (e. mentoring) á sviði lista, ásamt fjarnámsaðferðum í listnámi, með það að markmiði að auka samvinnu nemenda milli landa.
 
2015-2019
Titill verkefnis: Creative Leadership & Entrepreneurship - Visionary Education Roadmap
Verkefnisstjóri: SHENKAR ENGINEERING.DESIGN.ART (PBC)
Styrkur: €1.638.089 til 36 mánaða
CLEVER (Creative Leadership & Entrepreneurship - Visionary Education Roadmap) er framtak 15 stofnana í Ísrael og Evrópu, leitt af Innovation Center ACT Shenkar. Verkefnið hlaut styrk 2015-2018 frá Erasmus+ áætluninni með það að markmiði að styrkja stöðu skapandi greina í Ísrael á sviðum menntunar, hagkerfisins og stefnumótunar og stuðla þannig að auknum þætti skapandi samfélaga í jákvæðri þróun hins borgaraleg samfélags, efnahagslegri velgengni og vellíðan fólks.
 
2014-2016
Titil verkefnis: NAIP: Innovation in European Higher Music Education
Verkefnisstjóri: Listaháskóli Íslands
Styrkur: €246.623 til 24 mánaða
Markmið verkefnisins var að þróa námsefni í tónlistarkennslu á háskólastigi og aðlaga það að hlutverki tónlistarmanna nútímans. Þróunin var byggð á námsefni meistaranámsins Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf (NAIP). Námsbrautin er sniðin fyrir tónlistarmenn sem vilja móta sinn eigin starfsgrundvöll og taka að sér leiðtogahlutverk. Unnið er að samstarfsverkefnum milli ólíkra tónlistarstíla, listgreina og hvers konar hópa samfélagsins með það að markmiði að efla með þeim áræði og dug til að gerast leiðtogar á sínu sviði og nálgast nýja áheyrendur.

Tengiliður vegna samstarfsverkefna

Þorgerður Edda Hall, thall [at] lhi.is 

Önnur verkefni

Fyrri Erasmus+ verkefni