Fyrir hverja er námskeiðið/Námsstig: Námskeiðið er opið tónlistarkennurum og listafólki með BA gráðu eða sambærilegt nám. Námskeiðið nýtist kennurum í tónlistarskólum, grunnskólum eða í öðru tónlistarstarfi með börnum. Valnámskeið í meistaranámi í listkennslu. 
 
Í námskeiðinu verður fríspuni kynntur og hann skoðaður í víðu samhengi. Unnið verður með spuna söngraddar og hljóðfæris með því m.a. að skoðað hvaða hljóð líkaminn og hljóðfærið býður upp á og vinna með þau hljóð í spunavinnu. Áhersla verður lögð á æfingar með rödd og/eða hljóðfæri þar sem hver þátttakendi vinnur með sitt hljóðfæri. Þátttakendum verða kynntar leiðir til þess að nota bæði rödd og hljóðfæri sem hljóðgerfil. Fjölbreyttar tækniæfingar verða notaðar til að þjálfa fríspuna. Spuni söngraddar/hljóðfæris og markviss hlustun verður þjálfuð bæði í hóp og í einstaklings verkefnum þar sem nemandur þjálfast í að spinna frjálst með rödd og hljóðfæri. Mikið verður lagt upp úr hlustun þar sem notast er við ákveðið kerfi til þess að meta hana. Það kerfi verður svo tengt við almenna tónlistarkennslu.
 
Námsmat: Símat þar sem áhersla er lögð á verkleg tímaverkefni og ólíkar útfærslur á spunatækni.
Kennari: Marta Hrafnsdóttir
Staður og stund: Laugarnes, mánudagar kl. 13:00-15:50
Tímabil: 2. janúar til 6. febrúar 2023, 5 skipti 
Einingar: 2 ECTS 
Verð: 30.500 kr. (án eininga) – 40.800 kr. (með einingum). 
 
Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara. 
Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda. 
 
Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is