Kannski var ég ekki mætt til þess að bjarga deginum, kannski var ég bara að bjarga sjálfri mér.
 
Ég er stödd uppi á sviði. Ég er nýbúin að ljúka við að leika klukkutíma einleik einungis til þess að fanga þetta augnablik sem einkennist af þreytu, svita og þungum andardrætti sem umvefur mig alla þar sem ég reyni að jafna mig. Ég er búin að gefa allt sem ég gat og eftir situr sáttin.