Norrænu sendiráðin í Berlín stóðu fyrir málstofu 25.september síðastliðinn um byggingar úr timbri. Málstofan var hluti af sýningunni Nordic Urban Spaces sem stóð yfir í sameiginlegu húsi sendiráðanna í sumar. Fulltrúar ríkisstjórnar, rannsókna og iðnaðar, auk ungra arkitekta og arkitektanema frá Þýskalandi og Norðurlöndum, ræddu hlutverk sem timburbyggingar geta haft við að draga úr losun koltvísýrings og stuðla þannig að framkvæmd Parísarsamningsins og heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun (e. Agenda 2030).
 
Ellert Björn Ómarsson sem er nýútskrifaður með BA próf í arkitektúr úr Hönnunar – og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands var fulltrúi Íslands í hópi ungra arkitekta og arkitektanema frá norðurlöndunum sem sóttu málstofuna. Ellert hafði þetta að segja frá ferðinni:
 
Við byrjuðum á að hittast, unga kynslóðin ásamt stjórnanda málstofunnar, Mads Radboll Wolff og ræða fyrirkomulagið með “auða stólinn” áður en málstofan hófst: Auði stóllinn var hluti af panelumræðum í lok fyrirlestraraðar, við í yngri kantinum fengum tækifæri til að setjast auða stólinn og taka þannig til skiptis þátt í panelumræðunni. Dagskráin byrjaði með ræðu frá sænska sendiherranum, Per Thöresson. Hann var stoltur af því að halda þennan viðburð með hagsmunaaðilum frá Þýskalandi og Norrænu þjóðunum til að ræða möguleikana og áskoranirnar af byggingum úr timbri og möguleika þeirra til að stuðla að Parísarsamningnum um loftlagsbreytingar og heimsmarkmið um sjálfbæra þróun sameinuðu þjóðanna. Nokkrir fyrirlesara komu og kynntu mismunandi vinkla á málefninu:
Trina Schimdt, ráðgjafi Norrænu ráðherranefndarinnar, kynnti samstarf fimm Norðurlandanna á sviði sjálfbærni. Þrátt fyrir að Norðurlöndin séu leiðandi í framkvæmd „Agenda 2030, eru enn hindranir, sérstaklega í skiptum um sjálfbæra neyslu og sjálfbæra framleiðslu.
Dr. Axel Heider, undirdeildarstjóri forsætisráðuneytisins um matvæli og landbúnað , kynnti „sáttmála um tré 2,0“ þýsku ríkisstjórnarinnar. Þar á meðal þremur markmiðum loftlagsverndar, virðisauka og auðlindar skilvirkni og lagði áherslu á að byggingar úr timbri séu þess virði að byggja, að öllu leyti.
 
Sigurður Ormarsson prófessor í timbur-verkfræði við Sænska Linnaeus háskólann kynnti eiginleika timburs. Sigurður brýndi mikilvægi þess að hlífa beru timbureiningunum fyrir vatni þegar er unnið með krosslímdar timbur-einingar (e. CLT) og að vanda þyrfti allar samsetningar, því þær væru veikasti punktur timburbyggingarinnar.
 
Daniela Grotenfelt, sjálfbærnifræðingur hjá Arkitema Architeckten lýsti timbri sem tæki til umbreytingar fasteigna iðnaðarins.
 
Að loknum fyrirlestrunum voru haldnar panel umræður sem Mads Radboll Wolff, formaður vinnuhóps Norrænu ráðherranefndarinnar um timburbyggingar stjórnaði. Í panel sátu sérfræðingar úr mismunandi geirum:
Heiko Seen, framkvæmdastjóri samstarfsaðila HU-Holzunion GmbH.
Daniela Grotenfelt, sjálfbærnifræðingur hjá Arkitema Architeckten.
Matti Mikkola, framkvæmdastjóri samtaka finnska timburvinnslu iðnaðarins.
Minna Riska, arkitekt og meðeigandi MDH Architects.
Anders Vestergaard Jensen, framkvæmdastjóri verkefnisins, Norðurlandaráðherraverkefnið Wood Construction.
 
Svo var, eins og áður sagði, einn auður stóll í panelnum sem að okkur, ungu arkitektunum, var boðið að nýta okkur ef við hefðum spurningar til þessar fagfólks. Í miðju samtalinu var spurningin um hvaða hlutverki timbur gæti og ætti að hafa sem byggingarefni eftir fimm ár. Allir sem sátu í panel voru sammála um að á undanförnum árum hefur timbur fengið aukna viðurkenningu sem byggingarefni og timburbyggingum hefur fjölgað hratt.
Á síðustu árum hefur timbur notið aukið trausts sem byggingarefni, sérstaklega með nýrri tækni krosslímdra timbureininga sem gerir mönnum kleift að byggja háhýsi úr timbri. Allskonar hindranir gera okkur þó enn erfitt fyrir þegar byggt er úr timbri.
         Niðurstaðan að mati sérfræðingana er að miðla reynslu á nýjum og hefðbundnum verkefnum, stórum sem litlum. þjálfun, rannsóknir, hugrekki og viðræður milli stjórnvalda, fyrirtækja, verkkaupa og hönnuða. Til dæmis gætu timburbyggingar orðið umtalsvert framlag til sjálfbærismarkmiðanna á næstu fimm árum, skapað störf og staðsett byggingariðnaðinn við upphaf skóarhátíðar.
 
Eftir hádegi var farið um sýninguna Nordic Urban Spaces – Inspirationen für Stadt und Raum ásamt því að Norrænu sendiráðin voru heimsótt. Síðan var ferðinni haldið á Aedes Architekturforum þar sem sýningin „Woodland Sweden var sett upp á vegum sænska sendiráðsins.
 
Við, ungu arkitektarnir, lukum deginum svo með kvöldverði í sendiráðinu þar sem við skiptumst á hugmyndum um sjálfbæran arkitektúr og þéttbýlisstefnu. Við veltum fyrir okkur hvernig við getum sannfært hagsmunaaðila um að fylgja heildstæðri nálgun húsnæðis sem sameinar skilvirkni (t.d. til að takast á við misrétti), sjálfbærni (t.d. til að draga úr orkunotkun og úrgangi) og fagurfræði (t.d. til að fólk njóti þess að lifa í hverfinu sínu). Í samtalinu lögðum við áherslu á þarfir fólks:  Í lífinu, í vinnu, í skóla, í tómstundum, og hvernig við búum saman – þannig að lífið í borginni verði enn fallegra og sjálfbærara í framtíðinni.
wood-in-construction-2018-54.jpg