Viðurkenningar úr styrktarsjóði Halldórs Hansen voru veittar í sextánda sinn á fæðingardegi Halldórs, þann 12. júní, á bókasafni Listaháskóla Íslands.
Halldór Hansen barnalæknir lét eftir sig mikið tónlistarsafn með um 10.000 hljómplötum, sem hann ánafnaði Listaháskólanum í erfðaskrá ásamt öðrum eigum sínum sem skyldu renna í sérstakan sjóð í hans nafni.
Meginmarkmið sjóðsins er að styrkja uppbyggingu og styðja við tónlistarsafn Listaháskóla Íslands og veita árlega styrk til framúrskarandi tónlistarnema.

 

Þrír nemendur hlutu viðurkenningar sjóðsins 
að þessu sinni.

 
Guðný Charlotta Harðardóttir, 
nemandi í klassískri hljóðfærakennslu 
 
Matthías Harðarson, nemi í kirkjutónlist 
 
Vera Hjördís Matsdóttir söngnemi 
 

Þau Guðný, Matthías og Vera eru öll að ljúka þriggja ára bakkalárnámi við tónlistardeild LHÍ og hyggjast öll fara í frekara nám erlendis í haust.

 

104435228_940971059660480_882747996417705690_n.jpg
Viðurkenningarhafar ásamt stjórn sjóðs Halldórs Hansen.

Tryggvi M. Baldvinsson, forseti tónlistardeildar, fór fögrum orðum um þessa afreksnemendur við athöfnina og tók meðal annars fram að öll hafa þau verið virk í starfi skólans og ljúka bakkalárnámi með glæsibrag.

Þá tók rektor skólans, Fríða Björk Ingvarsdóttir, til máls og las meðal annars stuttan útdrátt úr texta Árna Tómasar Ragnarssonar en hann er stjórnarmeðlimur sjóðsins og góðkunningi Halldórs.
Texta Árna má lesa hér.

104275792_304876080671284_2619867893948745391_n.jpg
 

Að því loknu fengu gestir að njóta tónlistarflutnings þeirra Veru Hjördísar og Guðnýjar Charlottu en þær fluttu Gestaboð um nótt eftir Jórunni Viðar.

104317670_186469526107233_8103729758214880866_n.jpg
 

Á björtu og fallegu bókasafninu má finna gamalt sófaborð Halldórs.
Til gamans var gömlum myndum, kasettum og öðrum munum sem tilheyrðu Halldóri stillt upp og gestum boðið að skoða að athöfn lokinni.
Minning Halldórs og velvild í garð skólans er ómetanleg. 

83866041_272297497160469_2835915746540143794_n.jpg
 

Við óskum viðurkenningarhöfum innilega til hamingju með árangurinn og velfarnaðar í náinni framtíð.
Við erum afar stolt af þessum fulltrúum tónlistardeildar -framtíðin er ykkar!