Þann 11.maí voru 26 styrkir veittir úr hönnunarsjóði 
til ólíkra verkefna í hönnun og arkitektúr. 
Umsóknir í ár voru 126 talsins. 

  
 
Það er sönn ánægja að tilkynna styrkveitingu sjóðsins til verkefnisins Dórófónn til LHÍ sem hönnuðurinn 
og hollnemi LHÍ Halldór Úlfarsson hlaut í flokki þróunar- og rannsóknarstyrkja. 
Eins og yfirskrift verkefnisins gefur til kynna mun tónlistardeild LHÍ eignast eintak af 
dórófón sem Halldór hefur þróað um árabil.
 
Dórófónn er hljóðfæri sem líkist helst sellói og hefur bæði raf- og akústíska eiginleika. 
Hljóðfærið hefur hlotið verðskuldaða athygli fyrir einstakan hljóm og sérstaka lögun. 
Þá hefur dórófónninn hlotið aukna eftirtekt undanfarið ár og rekja má til 
tónverka Hildar Guðnadóttur þar sem dórófónninn hefur fengið að njóta sín.  
 
Þetta eru stórtíðindi fyrir tónlistardeild LHÍ og þakklæti í garð 
Halldórs og hönnunarsjóðs ríkir meðal allra sem tilheyra deildinni. 
 
Hér má sjá myndband af Hildi Guðnadóttur leika verk fyrir dórófón.