CENTAUR er tveggja ára Erasmus+ verkefni Evrópusambandsins með áherslu á að styðja við, hvetja og efla frumkvöðla, listamenn og leiðbeinendur í skapandi greinum í fullorðinsfræðslu og kynna leiðir listamanna til að takast á við samfélagsbreytingar. Listaháskólinn er samstarfsaðili í verkefni og Björg Jóna Birgisdóttir leiðir verkefnið fyrir hönd Listaháskólans.

Samstarfsfundur CENTAUR verkefnisins fór fram í byrjun nóvember í hinni fallegu borg Munchen í Þýskalandi. Samstarfshópurinn var að hittast augliti til auglitis í fyrsta skipti en verkefnið hefur staðið yfir í 18 mánuði og eingöngu fjarfundir verið í boði.

Samstarfsaðilarnir frá DUALE HOCHSCHULE BADEN-WURTTEMBERG tóku á móti hópnum og skipulögðu frábæran fund þar sem tækifæri gafst til að ræða framvindu verkefnisins, leggja mat á þann árangur sem þegar hefur náðst og skipuleggja lokaskrefin. Framundan er uppskerutími þegar afurðir verkefnisins verða kynntar á lokafundi og ráðstefnu í Aþenu, Grikklandi, 20.-21. febrúar 2023.