Næstkomandi laugardag, 16. mars kl. 14, verður á dagskrá Rásar 1, RÚV, þátturinn Verðandi sem samanstendur af stuttverkum eftir nemendur LHÍ en verkin eru afrakstur útvarpsnámskeiðs sem haldið var í upphafi ársins 2019 við LHÍ.

Á námskeiðinu var nemendum meðal annars falið að búa til fimm mínútna útvarpsverk sem byggði á einhvern hátt á þeirra eigin reynslu eða hefði persónulega tengingu við þau sjálf en verkin voru lokaafrakstur námskeiðsins og flutt á uppskeruhátíð 18. janúar sl.. Viðfangsefnin voru margbreytileg og útkoman fjölbreytt; útvarpsverkin fjalla um gamlar saumavélar með dramatíska fortíð, þunglyndi, sunnudagssteikina hjá ömmu og afa, ævisögu gamals flygils, kvæðakonur, tunglið og meira fleira.

Nemendur sem verk eiga í þættinum Verðandi eru:

  • Guðný Charlotta Harðardóttir, nemandi við klassíska söng- og hljóðfærakennslubraut Tónlistardeildar LHÍ
  • Helena Guðjónsdóttir,  í námi í skapandi tónlistarmiðlun Tónlistardeildar LHÍ
  • Matthías Harðarson, í námi við kirkjutónlistarbraut Tónlistardeildar LHÍ
  • Sara Blandon, í námi í skapandi tónlistarmiðlun Tónlistardeildar LHÍ
  • Sesselja Þrastardóttir, nemandi í arkitektúr við Hönnunar- og arkitektúrdeild LHÍ
  • Steinunn Arinbjarnardóttir, nemandi við leikarabraut Sviðslistadeildar LHÍ
  • Úlfur Bragi Einarsson, nemandi í arkitektúr við Hönnunar- og arkitektúrdeild LHÍ
  • Ylfa Marín Haraldsdóttir, í námi í skapandi tónlistarmiðlun Tónlistardeildar LHÍ

Námskeiðið Útvarp: Skapandi miðill fór fram á tímabilinu 7. - 18. janúar 2019. Námskeiðið var haldið við Sviðslistadeild en var millideildarval fyrir alla BA-nemendur skólans. Kennarar á námskeiðinu voru Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Þorgerður E. Sigurðardóttir.