Vala Ómarsdóttir kennir við sviðlistadeildina og hefur yfirumsjón með hreyfingu leikara.
 
Stuttmyndin ÉG//I hlaut verðlaunin Best Fiction Short á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RVK Feminist Film Festival. Handritshöfundar og leikstjórar myndarinnar eru Vala Ómarsdóttir og Hallfríður Þóra Tryggvadóttir. 
 
Myndin sem byggð er á reynslu Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur, hefur nú ferðast um heiminn síðastliðin 2 ár síðan hún var frumsýnd á Reykjavík International Film Festival árið 2018. Myndin hefur verið sýnd á um 30 hátíðum og kvikmyndaviðburðum um allan heim og unnið fern verðlaun. 
 
Vala hefur lokið mastersgráðum í sviðslist frá Royal Central School of Speech of Drama og Goldsmiths College í London. Hún bjó í New York og í London í 10 ár þar sem hún lærði og vann við sviðslistir. Hún stofnaði ásamt fleiri sviðslistakonum leikhópinn 11:18 sem sérhæfði sig í að setja upp leikhúsverk í lestum í Englandi og á N-Írlandi. Einnig vann hún til margra ára sem leikari og sviðslistakona í leikhópunum Tangled Feet og Bottlefed.  
 
Sem leikstjóri vinnur Vala oftast í staðbundnum leikhúsverkum og með kvikmyndamiðilinn og er einn af stofnendum GERVI Productions (gerviproductions.com) og Vinnslan (vinnslan.com). Nýleg verk hennar eru m.a: TÆRING (site specific verk sýnt á Akureyri), ÉG / I (stuttmynd), DÆTUR (stuttmynd), Mamma ætlar að sofna (stuttmynd), ROF (tilraunakennd stuttmynd) og Strengir (leiksýning).
 
ecc81g-poster.jpg
 
Nánari upplýsingar um verk Völu má finna hér: www.valaomars.com