Útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands 2021 er hafin! 

Í dag hefst útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands formlega með tónleikum útskriftarnema úr tónlistardeild í Norræna húsinu, en dagskráin framundan er viðamikil og stórglæsileg.
Hinn mikli vorboði sem útskriftarhátíð LHÍ er nær yfir alla útskriftarviðburði nemenda á BA og MA stigi við 6 deildir háskólans: arkitektúrdeild, hönnunardeild, listkennsludeild, myndlistardeild, sviðslistadeild og tónlistardeild.
 
Hér fyrir neðan má sjá dagskrá útskriftarhátíðinnar, en hún er birt með fyrirvara um breytingar.
Ókeypis aðgangur er á alla viðburði útskriftarhátíðarinnar, en í sumum tilfellum þarf að bóka sér miða á tix.is.
Farið er eftir fjöldatakmörkunum hverju sinni og miðað við hvern viðburðarstað. 
 
Hlökkum til að sjá ykkur, gleðilega útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands 2021!
 

 

Dagskrá útskriftarhátíðar
 

29.04. - 21.05.2021
Tónlistardeild
Sjá nánar hér.
Pantið miða á tix.is
 
08. - 30.05.2021
Aldrei endir
Sjá nánar hér
Útskriftarsýning meistaranema í myndlist
Nýlistarsafnið, Marshall húsinu
 
13. -16.05.2021
Við tjörnina & Iða 
Útskriftarsýning nemenda á samtímadansbraut
Pantið miða á tix.is
 
 
14. - 15.05.2021
Útskriftarviðburður listkennsludeildar
Sjá nánar hér. 
Safnaðarheimili Kópavogskirkju og Menningarhúsunum Kópavogi
 
15. - 24.05.2021
Af ásettu ráði
Sjá nánar hér.
Útskriftarsýning arkitektúrs, hönnunar og myndlistar 
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús við Tryggvagötu
 
 
29.05.2021
Krufning á sjálfsmorði
Frumsýning á útskriftarverki leikara í Þjóðleikhúsinu
Pantið miða á tix.is
 
10. -13.06.2021
Útskriftarsýningar sviðshöfunda
Pantið miða á tix.is