Útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands hófst í gær með pompi og prakt!

Fyrsti viðburður útskriftarhátíðarinnar voru tónleikar Hilmu Kristínar Sveinsdóttur tónsmíðanema sem flutti verk sitt ég segi þér bara meira seinna í Stúdíó Sýrlandi, Hilma hefur lært undir handleiðslu Atla Ingólfssonar.
 
Hilma Kristín lauk BMus námi í klarínettuleik við LHÍ undir handleiðslu Ármanns Helgasonar vorið 2015. Í klarínettunáminu fékk hún mikið frelsi til að einbeita sér að flutningi og könnun nýrrar tónlistar sem varð kveikjan að tónsmíðaáhuganum.
 
Síðustu ár hefur Hilma stundað söngnám hjá Hallveigu Rúnarsdóttur, sungið í Hamrahlíðarkórnum í mörg ár, verið starfsnemi hjá Jóhanni Jóhannssyni sumarið 2016, starfað sem klarínettukennari og tekið þátt í ýmiskonar tónlistarflutningi.
 
Um verkið segir Hilma:
Verkið ég segi þér bara meira seinna er samið fyrir átta flytjendur og samanstendur af fimm stuttum verkum. Verkin eru sjálfstæðar einingar, öll sprottin úr þeim jarðvegi sem ég hef verið að búa til og þróa síðustu mánuði. Verkin eru öll ólík að stærð, en unnið er með mismunandi blandanir hljóðfæra og aðferða.
Samtímis flutningi ég segi þér bara meira seinna verður flutningur á verkinu tacet: extrinsic eftir Hildi Elísu Jónsdóttur myndlistarnema, sem er jafnframt útskriftarverk hennar úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands.
 
Viðburði Útskriftarhátíðarinnar má finna á hér og á Facebook viðburði hátíðarinnar.
 
Gleðilega Útskriftarhátíð 2019!
 
hilma_tonleikar.jpg
 
hilma2.jpg