Upptakt­urinn hlaut alþjóð­legu verð­launin YAMaw­ards

The Young Audiences Music Awards voru veitt við hátíðlega athöfn í Concertgebouw tónlistarhúsinu í Brugge í Belgíu þriðjudaginn 18. október. YAM verðlaunin heiðra sköpunargáfu og nýsköpun í tónlistarframleiðslu ungmenna frá öllum heimshornum, frá einleikurum til hljómsveita og allt þar í milli. Viðburðirnir geta verið af ýmsum toga, alls 70 tilnefningar bárust frá 26 löndum og voru verðlaun veitt í sex flokkum. Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna á íslandi, hlaut verðlaunin Besta þátttökuverkefnið fyrir ungmenni

screenshot_2022-10-20_at_14.07.04.png

Upptakturinn

Tónlistardeild Listaháskóla Íslands hefur gegnt stóru hlutverki í Upptaktinum undanfarin ár en verkefnið er samstaf Listaháskólans, Hörpu, Rúv og Barnamenningarhátíðar Reykjavíkur. Með Upptaktinum eru ungmenni í 5. – 10. bekk hvött til að semja eigin tónlist og fullvinna verk sín til flutnings á tónleikum. Umsækjendur sem verða fyrir valinu hverju sinni taka þátt í tónsmiðju með nemendum skapandi tónlistarmiðlunar við Listaháskóla Íslands, auk þess að vinna að útsetningum undir leiðsögn tónsmíðanemenda Listaháskólans.  Tryggvi M. Baldvinsson, forseti tónlistardeildar LHÍ, hefur haft umsjón með verkefninu síðastliðin ár. 

Verðlaunin er mikil hvatning og frábær viðurkenning fyrir Upptaktinn, aðstandendur verkefnisins og fyrrum og framtíðar þátttakendur. Við hlökkum til að vinna með fleirri skapandi börnum og ungmennum á nýju ári en auglýst verður eftir þátttakendum í lok árs 2022. 
Nánari upplýsingar má nálgast hér.