Jesper Pedersen, tónskáld, raftónlistarmaður, theremínleikari og aðjúnkt við tónlistardeild LHÍ, fjallaði um tónlist sína og tónsmíðaaðferðir í skemmtilegum fyrirlestri sem fram fór í málstofu tónsmíðanema við tónlistardeild LHÍ 9. nóvember 2018.

Jesper Pedersen stundaði nám við Álaborgarháskóla og hefur í tónlist sinni, miðlun og kennslu einbeitt sér að tilraunatónlist, raftónlist, hljóðlist, miðlalist, hreyfinótnaskrift, spuna, gagnvirkni, DIY elektróník, sögu raftónlistartækja og hljóðhönnun.

Verk Jespers hafa verið flutt víða um heim. Á meðal hátíða sem tónlist han hefur hljómað á má nefna:

  • Tectonics
  • Nordlichter Biennale
  • OpenDays
  • Rainy Days
  • Summartónar
  • Raflost
  • Geiger
  • Sláturtíð
  • Myrkir músíkdgagar
  • Norrænir músíkdagar

Á meðal flytjenda verka Jespers má nefna S.L.Á.T.U.R., Goodiepal and Pals, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Duo Harpverk, Ensemble Adapter, Katie Buckley, Ingólf Vilhjámsson og fleiri. 

Jesper spilar á modúlarhljóðgervli, þeremín, fartölvu og fundin og heimagerð hljóðfæri, bæði sem einleikari og í samspili. Hann er meðlimur tónskáldahópnsins S.L.Á.T.U.R., tilraunahljómsveitarinnar Fengjastrútur, Resterne af Rigsfællesskabet, Atónal Blús og Synesiotechnoikema.

Jesper kennir raftónlist við Tónver Tónlistarskóla Kópavogs og er aðjúnkt í tónsmiðum við Listaháskóla Íslands. Hann er einn af skipuleggjendum listahátíðarinnar Raflost.