UNGIR EINLEIKARAR 2023
Umsóknarfrestur til 1.október 2022

Síðastliðin nítján ár hefur Listaháskóli Íslands staðið fyrir keppninni Ungir einleikarar sem nú endurtekur leikinn í tuttugasta sinn. Keppnin er unnin í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands og er opin nemendum á öllum aldri og á öllum stigum háskólanáms í tónlist. Sigurvegarar keppninnar í ár munu láta ljós sitt skína á Eldborgarsviði Hörpu ásamt hljómsveitinni þann 25.maí 2023 undir stjórn Nathanaël Iselin. 

Líkt og síðustu tvö ár fer keppnin fram í tveimur umferðum. Í fyrri umferð eru umsækjendur metnir eftir innsendum myndbandsupptökum og þeir umsækjendur sem komast áfram eru boðnir í aðra umferð keppninnar. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti laugardaginn 1.október 2022 og eru umsækjendur hvattir til þess að kynna sér reglur keppninnar og nauðsynleg fylgigögn umsókna vel og vandlega.  

Reglur keppninnar
Rafrænt umsóknareyðublað