Ungir einleikarar 2021
20.maí í Eldborgarsal Hörpu

Samkeppni ungra einleikara var haldin í nóvember síðastliðinn og er það í átjánda sinn sem að keppnin fer fram. Keppnin er samstarfsverkefni LHÍ og Sinfóníuhljómsveitar Íslands en sigurvegarar keppninnar fá tækifæri til þess að flytja einleik á Eldborgarsviði Hörpu ásamt sinfóníuhljómsveitinni. Tónleikar einleikaranna og sinfóníuhljómsveitarinnar hafa að öllu jöfnu farið fram í janúar en í ljósi aðstæðna hefur þeim verið frestað til 20.maí. 

Þáttaskil í keppni Ungra einleikara 2021

Það má segja að viss þáttaskil hafi orðið í keppninni í ár en eftir endurskoðun á þátttökuskilyrðum var ákveðið að opna keppnina fyrir nemendum á öllum stigum háskólanáms og þá var aldurstakmark einnig afnumið. Þessar breytingar eru gerðar með þróun tónlistarnáms á háskólastigi til hliðsjónar og opna enn frekari möguleika allra sem það stunda. 
Keppnin var einnig haldin með breyttu sniði að þessu sinni en umsækjendur voru metnir út frá innsendum upptökum af flutningi þeirra. Það gerir öllum íslenskum nemendum sem stunda nám í erlendum tónlistarháskólum kleift að taka þátt en breytingarnar eru ekki síður gerðar með umhverfissjónarmið í huga. 

 Sigurvegarar 2021
 

Í ár voru keppendur ellefu talsins. Í dómnefnd sátu Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari og tónlistarfræðingur, Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari, Sigurður Þorbergsson básúnuleikari og Herdís Anna Jónasdóttir söngkona og að lokinni yfirferð stóðu fjórir þátttakendur uppi sem sigurvegarar.

 Íris Björk Gunnarsdóttir, söngur
Johanna Brynja Ruminy, fiðla 
Jón Arnar Einarsson básúna
Marta Kristín Friðriksdótti, söngur

Við óskum einleikurunum fjórum innilega til hamingju með árangurinn og óskum þeim góðs gengis í undirbúningum. 
Fram að tónleikum fáum við að kynnast einleikurunum fjórum örlítið betur, fylgjumst með undirbúningi þeirra fyrir
stóru stundina í Eldborg og fáum frásögn af bakgrunni þeirra í tónlist. 
Umfjöllun mun birtast hér á vefsíðu sem og öðrum miðlum skólans. 

Á samfélagsmiðlum LHÍ má finna ýmsan fróðleik s.s. fréttaefni, upplýsingar um viðburði skólans og myndir úr skólalífinu. 

Facebooksíða tónlistardeildar
Facebooksíða LHÍ
Instagram LHÍ