Dagana 25. og 26. október 2019 fer fram samkeppnin „Ungir einleikarar“ en þetta er í sautjánda sinn sem keppnin er haldin. Listaháskóli Íslands og Sinfóníuhljómsveit Íslands hafa frá upphafi staðið að baki keppninni sem fyrst fór fram 2003 en fyrir tilstilli hennar hafa tugir ungra einleikara og einsöngvara fengið tækifæri til að koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Hver nemandi flytur hálftíma dagskrá með verkum af ólíkum toga, og dómnefndin, skipuð listafólki úr fremstu röð, getur valið allt að fjóra þátttakendur sem munu koma fram á tónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni 16. janúar 2020, í Eldborg, Hörpu. 

Samkeppnin er opin þeim sem stunda nám í hljóðfæraleik eða söng á bakkalárstigi eða fyrsta háskólastigi, eru íslenskir ríkisborgarar eða erlendir ríkisborgarar sem hafa verið búsettir á Íslandi í að minnsta kosti eitt ár og eru þrjátíu ára eða yngri árið sem keppnin er haldin (fædd 1988 eða síðar).

Keppnin verður haldin í Kaldalóni, Hörpu, föstudaginn 26. október og laugardaginn 27. október og umsóknarfrestur er til miðnættis 1. október 2020. 

Sigurvegarar í keppni Ungra einleikara

2019

Guðbjartur Hákonarson, fiðla
Harpa Ósk Björnsdóttir, söngur
Hjörtur Páll Eggertsson, selló
Silja Elsabet Brynjarsdóttir, söngur

2018

Ásta Kristín Pjetursdóttir, víóluleikari
Bryndís Guðjónsdóttir, söngvari
Guðmundur Andri Ólafsson, hornleikari
Romain Þór Denuit, píanóleikari

2017

Auður Edda Erlendsdóttir, klarínettuleikari
Herdís Mjöll Guðmundsdóttir, fiðluleikari
Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, sellóleikari
Jóna G. Kolbrúnardóttir, söngvari

2016 

Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, söngvari
Ragnar Jónsson, selló
Sigríður Hjördís Indriðadóttir, flauta 
Jónas Ásgeirsson, harmóníkka 

2015 

Baldvin Oddsson, trompet
Erna Arnardóttir, píanó
Lilja Ásmundsdóttir, píanó
Steiney Sigurðardóttir, selló

2014 

Sölvi Kolbeinsson, saxófónn
Baldvin Ingvar Tryggvason, klarínetta
Björg Brjánsdóttir, flauta
Rannveig Marta Sarc, fiðla

2013 

Einar Bjartur Egilsson, píanó
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, selló
Unnsteinn Árnason, söngur 
Sólveig Steinþórsdóttir, fiðla

2012

Crissie Thelma Guðmundsdóttir, fiðla
Elín Arnardóttir, píanó
Hrafnhildur Árnadóttir, söngur
Ísak Ríkharðsson, fiðla

2011 

Andri Björn Róbertsson, söngvari
Birgir Þórisson, píanó
Jane Ade Sutarjo, píanó

2010 

Helga Svala Sigurðardóttir, flauta
Matthías Sigurðsson, klarínetta
Hafdís Bjarnadóttir, tónskáld
Anna Þorvaldsdóttir, tónskáld

2009 

Bjarni Frímann Bjarnason, fiðla
Hulda Jónsdóttir, fiðla
Nathalía Druzin Halldórsdóttir, söngur

2008 

Theresa Bokany, fiðla
Joakim Páll Palomares, fiðla
Arngunnur Árnadóttir, klarínetta
Hákon Bjarnason, píanó

2007

Egill Árni Pálsson, söngur
Grímur Helgason, klarinett
Eygló Dóra Davíðsdóttir, fiðla

2006 

Jóhann Nardeau, trompet
Júlía Mogensen, selló
Guðný Jónasdóttir, selló
Gunnhildur Daðadóttir, fiðla

2005 

Hafdís Vigfúsdóttir, flauta
Sólveig Samúelsdóttir, sópran

2004 

Melkorka Ólafsdóttir, flauta
Gyða Valtýsdóttir, selló
Helga Björgvinsdóttir, fiðla
Ingrid Karlsdóttir, fiðla

Upplýsingar um keppnina veitir indra [at] lhi.is (Elísabet Indra Ragnarsdóttir), verkefnastjóri tónlistardeildar LHÍ og einnig má nálgast upplýsingar á vef skólans