Umsóknarfrestur í leikaranám fyrir haustið 2021 er 2. desember 2020. 

Umsóknarferlið gengur þannig fyrir sig að fyrst er rafræn umsókn fyllt út, umsóknargjald greitt og umsókn staðfest.
Hægt er að vista umsókn á meðan verið er að vinna í henni.
Athugið að ljósmynd af umsækjanda þarf að fylgja rafrænni umsókn.  
Í rafrænu umsókninni gefst umsækjanda kostur á að tilgreina ástæður umsóknar, markmið, framtíðarsýn og fleira í stuttum texta.
 
Við minnum á að sú breyting hefur verið á að 1. þrep inntökunnar er rafrænt. 
 
Hér má finna leiðbeiningar um hvernig þú útbýrð umsóknarmyndbandið.