Í Listaháskóli Íslands getur fólk lagt stund á kennaranám á meistarastigi og útskrifast með kennsluréttindi á leik- grunn-, og framhaldsskólastigi. 

 
Frestur til að sækja um í kennaranám í LHÍ fyrir skólaárið 2019-2020 rennur út 17. maí. 
 
 
 

Um kennaranám í LHÍ

Listkennsludeild Listaháskóla Íslands býður upp á fimm námsleiðir á meistarastigi.
 
Meistaranám í listkennslufræðum- Fyrir fólk með bakkalárgráðu í listgrein
Meistaranám í kennslufræðum- NÝ NÁMSLEIÐ, fyrir fólk með bakkalárgráðu í öðru en listgreinum.
Meistaranám í listkennslu með aðfararnámi- Fyrir fólk sem hefur lokið amk 120 einingum á bakkalárstigi.
Diplóma í leikskólakennslufræðum- 30 eininga viðbótarnám til leikskólakennsluréttinda fyrir þau sem er með listkennsluréttindi.
Diplóma í listkennslufræðum- Eins árs 60 eininga nám fyrir þau sem eru með meistaragráðu í listgrein.
 
Inntak námsins miðar að því að þjálfa leiðtogafærni í kennslu þar sem fólk vinnur saman og samhliða að kennslufræðilegum úrlausnarefnum bæði innan veggja LHÍ og einnig úti á fagvettvangi. Námið er nemendamiðað og lýkur með meistaragráðu. 
 
Tónlistardeild Listaháskóla Íslands býður upp á meistaranám í söng- og hljóðfærakennslu.
 
Brautin er ætluð þeim sem lokið hafa bakkalárgráðu eða sambærilegu námi í tónlist. Námið er einnig tilvalin leið fyrir tónlistarkennara sem vilja bæta við þekkingu sína og færni í kennarastarfinu.