Í sumar tóku tveir nemendur í fatahönnun þátt í sýningu á hinu virta Balenciaga safni á Spáni. Christóbal Balenciaga er einn virtasti og áhrifamesti hönnuður 20. aldarinnar. 
 
Í sýningunni tóku þátt nemendur í fatahönnun úr nokkrum vel völdum skólum s.s. Listaháskóla Íslands, Central Saint Martins og Parsons School of Design. 
 
Katrín Káradóttir, fagstjóri námsbrautar í fatahönnun, leiddi samstarfið fyrir hönd LHÍ og Sólveig Dóra Hafsteinsdóttir og Norea Persdottir, útskriftarnemendur í fatahönnun tóku þátt í sýningunni.
 
Elisa Palomino, hönnuður og kennari við Central Saint Martins, leiddi verkefnið áfram en þess má geta að mun kenna við fatahönnunarbraut í annað sinn á vorönn 2019. 
 

Hér fyrir neðan er hægt að horfa á vídeó um sýninguna þar sem rætt er m.a. við Noreu Persdóttur og Katrínu Káradóttur. 

 

 

 

Hér eru myndir af hönnun nokkurra nemenda: 

Norea Persdóttir LHÍ, Sólveig Dóra Hafsteinsdóttir LHÍ, Marika Anna Umemoto Central Saint Martins, Jin Xie Central Saint Martins og Eva Neuerberger Central Saint Martins.