ALLTUMLYKJANDI
Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun við LHÍ

Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun 2020 við Listaháskóla Íslands fer fram 1. september klukkan 19:30 með mjög óvenjulegum hætti. Á tískusýningunni sjálfri verða engir gestir vegna hertra takmarkana í ljósi Covid-19, heldur mun Vísir streyma henni beint og hægt verður að horfa á hana á miðlum Vísis. Þá mun afrakstur tískusýningarinnar, bæði upptaka af sýningunni og allur fatnaðurinn, vera sýndur á Gerðarsafni í Kópavogi frá og með klukkan 19:00 þann 3. september 2020 þar sem útskriftarsýning hönnunar- og arkitektúrdeildar Fjörtíu skynfæri fer fram. Sýningin stendur til 13. september og er aðgangur ókeypis.
 

ÓVENJULEG TÍSKUSÝNING

Lokaverkefni nemenda í fatahönnun er einstaklingsverkefni sem er frjáls rannsókn, hönnun og gerð á línu af tískufatnaði undir handleiðslu leiðbeinenda.
Í ár verða verkefni útskriftarnema í fatahönnun kynnt með mjög óhefðbundnum hætti. Í stað hefðbundinnar tískusýningar verður sýningunni streymt beint. Sýningin er vídjó innsetning með módelum þar sem notast verður við svokallaða green screen tækni til að myndblanda módelunum inn í annað vídjó sem varpað verður á skjá. 

NEMENDUR OG LEIÐBEINENDUR

Þrír nemendur útskrifast úr fatahönnun frá Listaháskólanum þetta árið, en þær eru Sædís Ýr Jónasdóttir, Birgitta Björt Björnsdóttir og Isabella Molina.
Leiðbeinendur lokaverkefna voru Linda Björg Árnadóttir, Cédric Rivrain, Anna Clausen, Anita Hirlekar og Soffía Dröfn Marteinsdóttir. Sýningarstjórn er í höndum Lindu Bjargar Árnadóttur,
 
fatahonnun.jpg
Útskriftarnemendur f.v.: Birgitta Björt, Sædís Ýr og Isabella Lopez