Listaháskóli Íslands leitar að starfsmanni með góða þjónustulund í tímabundið starf á bókasafni. Um 50% starfshlutfall er að ræða og er vinnutími frá kl. 9 – 13 alla virka daga.  

Stefnt er að því að ráða sem fyrst í stöðuna. Ráðningartímabili lýkur þann 31. maí 2022.

Í starfinu felst m.a.:
  • Afgreiðsla.
  • Þjónusta við notendur.
  • Vinna með safnkost.
  • Almenn tilfallandi verkefni á bókasafni.
Frekari upplýsingar um starfið og umsóknir má sjá hér

Bókasafn og upplýsingaþjónusta Listaháskóla Íslands er sérfræðisafn á sviði þeirra listgreina sem kenndar eru við skólann og er safnið stærsta listbókasafn landsins. Starfsstöðvar bókasafns og upplýsingaþjónustu eru við Þverholt og Laugarnesveg í Reykjavík.

Á bókasafninu starfar samhentur hópur. Bókasafn og upplýsingaþjónusta tilheyrir sviði akademískrar þróunar þar sem unnið er þvert á Listaháskólann að þróun kennslu, rannsókna og akademískra vinnubragða.