Kæru nemendur og samstarfsfólk!
 
Enn og aftur þurfum við að herða sóttvarnir og nú svo um munar. Við vitum þó að vonir standa til að þær aðgerðir sem tóku gildi í gær standi stutt yfir og að okkur takist að ná stundarfrið í baráttunni við heimsfaraldurinn innan tíðar. Okkar staða, líkt og annarra í samfélaginu, er í stöðugri endurskoðun og við munum reyna okkar besta til að greiða leið námsins það sem eftir lifir annarinnar framyfir útskrift í vor, í góðu samráði við sóttvarnaryfirvöld.
 
Um leið og ég ítreka mikilvægi samstöðu um þessar óhjákvæmilegu aðgerðir vil ég nota þetta tækifæri til að óska ykkur öllum gleði og velfarnaðar í dymbilviku og á páskum.
 
Með kærri kveðju,
 
Fríða Björk.
 
Við getum þetta saman!
  • Allar byggingar LHÍ loka frá og með miðnætti (í kvöld) til og með kl. 08.00 þann 7. apríl. Engar undantekningar verða gerðar. 
  • Allt staðnám LHÍ fellur niður á ofangreindu tímabili. Þetta á líka við um vettvangsferðir, viðburði (t.d. sýningar) og aðra starfsemi utan bygginga skólans.
  • Það nám sem er nú þegar í fjarkennslu heldur áfram.
Hér má finna gagnlegar upplýsingar um viðbrögð og fréttir um Covid.