Orðsending í tilefni alþjóðlega dansdagsins 29. apríl 2019

eftir

Karima MANSOUR, Egyptalandi

Dansari, danshöfundur og kennari

í þýðingu Steinunnar Þorvaldsdóttur

 

Í upphafi var hreyfing. Allt frá því í árdaga hefur dansinn verið öflug leið til tjáskipta og fagnaðar, líkt og veggmyndir egypskra faraóa sýna og veita jafnframt danshöfundum nútímans innblástur. Dansinn var notaður til að kalla fram hina mörgu guði og gyðjur dansins, ásamt allri þeirri merkingu og hugmyndum sem þau standa fyrir, líkt og jafnvægi sem leiðir af sér réttlæti, tónlistarhæfileika, hljóm, meðvitund einstaklingsins og alheimsins og fleira.

Ég las einu sinni eftirfarandi :„Dansinn á tímum faraóanna var talinn lyfta anda dansarans sem og áhorfenda, eða þátttakenda. Tónlist og dans vísuðu til æðstu hvata mannsandans, ásamt því að veita þeim huggun sem urðu fyrir vonbrigðum og missi í lífinu.“

Hreyfing er tungumál sem við eigum öll sameiginlegt. Hreyfing er alheimstungumál sem tilheyrir okkur öllum ef við aðeins opnum skilningarvitin og hlustum. Hlustun er það sem þarf; að hlusta án afskipta, hlusta án þess að dæma, hlusta í þögn og leyfa hreyfingunni að líða um líkamann í núinu, vegna þess að allt innra með okkur og kringum okkur er á hreyfingu, stöðugri hreyfingu. Það er á þessari stundu sem líkaminn lýgur ekki, af því að hann er bæði að hlusta á eigin sannleika og láta hann í ljós.

Með því að hlusta á hjartsláttinn okkar getum við dansað dans lífsins sem krefst hreyfingar, fimi og aðlögunarhæfni, stöðugt breytilegrar danshönnunar. 

Á þessum degi og öld þegar sambönd og tengsl hafa fengið nýja merkingu og þar sem við erum hvað síst fær um að tjá okkur, mun dansinn reynast eftirsóknarverðasta leiðin til að hjálpa okkur að efla þau tengsl sem hafa glatast. Dansinn færir okkur aftur að rótunum okkar í menningarlegum skilningi, en líka þeim sem er mest aðkallandi og snýr að persónulegri skynjun einstaklingsins, allt að innsta kjarna og hjarta, en sem gerir okkur einnig kleift að vera félagsverur. Þegar við tengjumst sjálfum okkur og hlustum á eigin innri takt þá er okkur raunverulega fært að tengjast og ná sambandi við aðra.

Dansinn er þar sem við deilum menningu og landamæri flytjast inn í rými innlimunar og einingar með þessu ótalaða algilda tungumáli.

Líkaminn er tjáningartæki, ferja fyrir röddina okkar, hugsanir, tilfinningar, sögu, líf og tilveru, þörf okkar fyrir að tjá og tengjast sem birtist með hreyfingu.

Dansinn er næði sem leyfir manni að tengjast þeim sannleika og til þess þarf hljóðlátt rými. Dansinn leyfir okkur að tengjast og finnast við heil og það er aðeins í þeirri tilfinningu sem við finnum frið og með friði kemur þögn og það er í gegnum þá þögn sem við getum heyrt, hlustað, talað og gegnum þögninga sem við lærum að dansa sannleikann okkar og það er þarna sem dansinn verður viðeigandi.

Með hreyfingu og dansi getum við hreyft okkur frá því lóðrétta að því lárétta, frá því sem er uppi að því sem er niðri og öfugt. Hreyfing og dans er þar sem glundroði getur skapast og umbreyst, eða ekki. Þar sem við getum skapað okkar eigin raunveruleika og skammvinnar, hverfular stundir, eina af annarri. Stundir sem geta snert okkur og orðið eftir í minningunum til að veita okkur innblástur og breyta okkur og öðrum fyrir lífstíð. Það er kraftur sannrar tjáningar og svona er máttur dansins.

Dansinn er græðari. Dansinn er þar sem mennskan getur átt sér mót.

Ég býð fólki að fara yfir landamæri, yfirstíga sjálfsmyndarkreppu, fara út fyrir þjóðernishyggju og hvers kyns ramma. Megi okkur takast að losa okkur við þessar takmarkanir og finna hreyfinguna og skriðþungann í því alþjóðlega tungumáli. Ég býð öllum að dansa við eigin hjartslátt, við sinn innri sannleika, af því að þar liggja rætur þessara innvortis hreyfinga sem leiða til innri byltinga þar sem raunverulegar breytingar eiga sér stað.

 

// 

 

Karima MANSOUR,

Egypt Dancer, Choreographer & Educator

At the beginning there was movement... and since the dawn of time, dance has been a strong means of expression and celebration. Found on the murals of Egyptian Pharaohs and inspiring dance makers to date. Dance was used to evoke the many gods and goddesses of dance with all what they represent in meaning and concepts like balance from which justice is connected, musicality, tone, individual and cosmic consciousness and more.

I read once that: "Dance in the times of the Pharaohs was thought to elevate the spirit of the dancer and of the audience of spectators or participants. Music and dance called upon the highest impulses of the human condition while also consoling people on the disappointments and losses in a life."

Movement is a language spoken by us all. Movement is a universal language that belongs to everybody If only we open our senses and listen. Listening is what is required, listening without interference, listening without judgment, listening in silence and allowing the movement to pass through the body in the moment, because everything inside us and around us is in motion, constant motion. This is when the body doesn't lie because it is listening to its truth and manifesting it.

By listening to our heartbeat, we can then dance the dance of life, which requires movement, agility and adaptability, a constant shifting choreography.

In this day and age where connection & connectivity have taken on new meanings and where we are at our lowest point in our ability to connect... Dance remains to be the most sought-after action to help us re-establish that lost connection. Dance brings us back to our roots, in the cultural sense but also in the most immediate sensory, personal, individual, down to the core and heart way, whilst still enabling us to be social animals. For it is when we connect with ourselves when we listen to our inner rhythm, that we are really able to establish a connection with others and communicate.

Dance is where culture is shared and borders fall into the space of inclusion and unity, through the unspoken language of universality.

The body is an instrument of expression, a vessel for our voice, our thoughts, our feelings, our history, our being and existence, our yearning to express and connect that manifests through movement.

Dance is a space that allows oneself to connect with their truth, for that, a quiet space is required. Dance allows us to connect and feel whole and it is only in that feeling that we find peace and with peace comes silence and it is through silence that we can hear, listen, speak and through stillness that we learn to dance our truths and this is when dance becomes pertinent.

Movement and dance is where we can move from the vertical to the horizontal, from up to down and vice versa. Movement and dance is where chaos can be created and re-organized, or not. Where we are able to create our own realities and fleeting, ephemeral moments one after the other. Moments that can touch us and remain in our memories, to inspire and change us and others for life. That is the power of true expression and thus the power of dance

Dance is a healer. Dance is where humanity can meet.

I invite people to go beyond borders, beyond identity crisis, beyond nationalism and beyond frames. May we free ourselves of those limitations and find the movement and momentum in that universal language. I invite everybody to dance to their heartbeat, to their inner truth because it is from these internal movements, that lead to internal revolutions, where real change happens.