ÞRÆÐIR er vefrit gefið út árlega af Tónlistardeild Listaháskóla Íslands og hefur það hlutverk að skapa vettvang, aðhald og hvata fyrir hvers konar rannsóknarvinnu tengda tónlist, innan sem utan Listaháskólans.
Með vefritinu er stefnt að því að auka umsvif rannsókna á sviði tónlistar, skapa ný tækifæri og hvata, og vera miðstöð sjónarhorna innan tónlistar. Ritstjórn Þráða skipa Atli Ingólfsson, Einar Torfi Einarsson og Þorbjörg Daphne Hall.

Nú kynnum við með stolti fimmtu útgáfu þessa vefrits með sjö greinum eftir kennara tónlistardeildar LHÍ. Að þessu sinna birtast greinar eftir Atla Ingólfsson, Berglindi Maríu Tómasdóttur, Elínu Gunnlaugsdóttur, Þráinn Hjálmarsson, Úlfar Inga Haraldsson, Hróðmar I. Sigurbjörnsson og Sigurð Halldórsson.

Fimmta tölublað má nálgast hér.