Þann 13. maí síðastliðinn var bókin Looking for Direction - Rethinking Theatre Directing Practices and Pedagogies in the 21st Century gefin út í Berlín. Una Þorleifsdóttir, dósent við sviðslistadeild, var einn af ritstjórum þessarar viðamiklu útgáfu auk þess að rita þar grein þar sem hún skoðar leiðir til að virkja innsæið með markvissum hætti í sköpunarferlinu: Thoughts on Intuition and the Creative Process – Contradictory and practical ways to become more intuitive in our work
 
Bókin er afrakstur þriggja ára vinnu Alexandría Nova, sem er samstarfsnet leikstjórnarbrauta við norður-evrópska sviðslistaháskóla. Sviðslistadeild Listaháskólans hefur verið hluti af samstarsnetinu frá upphafi og hafa bæði kennarar og nemendur deildarinnar tekið þátt í hinum ýmsu viðburðum því tengdu. Hópur nemenda og kennara frá sviðshöfundabraut sviðslistadeildar var staddur í Berlín nú á dögunum þegar bókin var gefin út, þar sem þau tóku þátt í einum af viðburðum netsins, Berlin Jam, sem markar þriggja ára samstarf skólanna og lok þessa þessa gjöfula samstarfsverkefnis.
Við óskum Unu Þorleifsdóttur innilega til hamingju með útgáfuna. 
 
Sjá nánar um Alexandria Nova hér https://alexandrianova.eu/

Útgáfuna má nálgast á bóksafni skólans í Laugarnesi og hér má finna hana á rafrænu formi: https://taju.uniarts.fi/bitstream/handle/10024/7536/TeaK_74.pdf?sequence=1&isAllowed=y.  

 

screenshot_2022-05-30_at_15.53.49.png