Þorbjörg Jónsdóttir, kennari og umsjónaraðili videóverkstæðis myndlistardeildar, mun sýna kvikmyndina A Tree is like a Man / En la maloca de Don William í Mengi þann 25. nóvember næstkomandi.

Í tilefni forsýningarinnar verður gefin út 10” vínilplata í takmörkuðu upplagi. Á plötunni er að finna tónlist myndarinnar sem samin er af kanadíska tónskáldinu Kerry Leimer. Eftir sýninguna gefst gestum tækifæri á að hlusta á plötuna og kaupa eintak. Juan Camilo kynnir og leiðir stutt spjall að sýningunni lokinni.

Húsið opnar kl. 20:30, sýningin hefst kl 21:00
Aðgangseyrir 2000 kr.

Þorbjörg Jónsdóttir er myndlistarmaður og kvikmyndagerðarmaður sem vinnur jöfnum höndum með 16mm filmu og vídeó, bæði sem innsetningar, stuttmyndir og tilraunakenndar heimildarmyndir. Árið 2000 var hún á ferðalagi um Kólombíu og kynntist shamaninum Don William. Þessi kynni leiddu til áralangs samstarfs og vináttu sem meðal annars hefur getið af sér kvikmyndina A Tree is Like a Man/En la maloca de Don William. Kvikmyndin fjallar um plöntulyfið Ayahuasca, landslag frumskógarins og andaheim fólksins sem þar býr.

Facebook viðburður.