Thomas Pausz, lektor við hönnunar- og arkitektadeild Listaháskóla Íslands sýnir nýtt verk sitt Species Without Spaces  á sýningunni School of Earth  í Arter, listarýminu. Sýningastjóri er Jan Boelen en sýningin er hluti af School of Schools  tvíæringnum í Istanbúl, hún opnar þann 22. september næst komandi. Á tvíæringnum, sem nú er haldinn í fjórða sinn, hefur Thomas að auki verið beðinn að tala á DESIS Philosophy Talk þann 23. september. DESIS Philosophy Talk er fyrirlestrarröð sem miðar að því að mynda brú milli heimspeki- og hönnunarkenninga og rannsókna. Á þeim tiltekna viðburði sem Thomas hefur verið fengin til að tala á mun vera til umræðu hugmyndafræði línulegs tíma og þróunnar, með kenningar Walter Benjamin og Hönnu Arendt að vopni, markmiðið er að tengja kenningar þeirra við þá umræðu um hönnun á erfiðum tímum, sem á sér stað í dag.
 
front.jpeg
 

 

Nýtt verk á Arter Art Space
Með verki sínu Species Without Spaces nýtir Thomas Pausz sér ólíka miðla til að raska því stigveldi sem hefur myndast milli ólíkra dýrategunda. Hann setur fram myndbönd og gripi sem verða jafnframt að birtingamynd afstöðu okkar gagnvart öðrum dýrategundum; afstaða sem kann oft að vera vandkvæðum bundin. Verkið nýtir sér táknmyndir sem nú þegar eru til, blandar þeim saman og endurnýtir og fær meðal annars að láni efni úr málverkum rómantíkurinnar og annars flokks kvikmynda um skordýr. Sem manneskjur höfum við yfirgefið þann nútímalega draum að geta stjórnað umhverfi okkar. Náttúruvísindin hafa frá 19. öld reynt sitt besta til að skilja og flokka náttúruna; en á sama tíma hafa þau aðskilið mennina frá öðrum dýrategundum og læst okkur þar með uppi í fílabeinsturni náttúruathugunar. Hvernig getum við af-lært það sem við vitum um náttúruna og annað líf en hið mannlega?
 
 
Upplifun okkar á öðrum dýrategundum er alltaf fyrirfram ákveðin og byggist á upplýsingum frá fjölmiðlum og framsetningu þeirra.  Oscar Wilde sagði; „Náttúran hermir eftir myndlistinni”: Ofsahræðsla við skordýr hefur orðið til við áhorf stórslysamynda, fullkomnar „óbyggðir” er myllumerki á Instagram. Verkið Species Without Spaces nýtir sér húmor til að afbyggja Tegundarrembu (e. Speciesism) og hræðslu okkar við aðra. Ef maður ætlar að endurhugsa tengsl milli tegunda er brýn þörf á nýjum hugmyndum um samlífi tegundanna, og hönnuðir eru í framvarðarsveit þeirra sem skapa og eiga við þær myndir og goðsagnir sem við höfum þegar skapað. Í rannsóknum sínum og kennslu miðar Thomas Pausz að því að gera upplifun okkar á nátturúnni aftur villta og skapa þar með nýja samræðu milli tegunda. Verkið Species without Spaces á sér stað á mörkum þessara umbreytinga.
 

 

ophelia7.jpg

 

Heimasíða Thomasar Pausz er www.pausz.org.
Vefsíða Tvíæringsins í Istanbúl: 
http://aschoolofschools.iksv.org/ 
Vefsíða sýningarinnar School of schools: http://www.arter.org.tr/W3/?sAction=FutureExhibitions