Thomas Pausz, hönnuður og fagstjóri meistaranáms í hönnun við Listaháskóla Íslands hlaut nýverið rannsóknarstöðu við Stanley Picker Fellowship.
Stanley Picker Fellowship styður starfandi listamenn og hönnuði við rannsóknir og uppsetningu nýrra verka, en sjóðurinn vinnur að því að styrkja rannsóknarmenningu Kingston University í London. Með hverri rannsóknarstöðu fylgja allt að 16.000 GBP í styrk og aðgangur að glæsilegum verkstæðum, tækni og þeirri sérfræðiþekkingu sem finna má innan Kingston School of Art og Kingston University. Rannsóknarstöðunni fylgir að vinna að rannsóknarverkefni sem lýkur með sýningu hjá Stanley Picker Gallery.
Verkefni Thomas Pausz ber titilinn „Haunted Ecologies“ en hægt er að lesa nánar um það á vefsíðu Stanley Picker Gallery
hér.