Það yljar okkur í Listaháskólanum að fráfarandi ráðherra mennta- og menningarmála skuli bera boðskapinn 'Það er list að kenna' áfram til tveggja nýrra ráðherra sem hafa með menntamálin að gera í nýstofnuðum ráðuneytum. 

 
 
screenshot_2021-11-29_at_13.22.48.png
 
 
Árið 2020 ákvað listkennsludeild LHÍ að blása lífi í fallega hugmynd sem fæddist í náminu, í tilefni af degi listkennarans fyrir nokkrum árum.
 
Þá útbjó nemendahópur svona bolla, fór með og gaf uppáhalds kennaranum sínum og sagði viðkomandi hvaða áhrif þau höfðu haft á sig með viðmóti sínu og kennsluháttum. Bollarnir, sem  keyptir voru á nytjamarkaði með sjálfbærni að leiðarljósi og merktir, hafa vakið mikla lukku.
 
Við í Listaháskólanum þökkum Lilju Dögg Alfreðsdóttur fyrir samstarfið og óskum henni velfarnaðar í nýju ráðuneyti og hlökkum til að starfa með nýju fólki, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskólaráðherra og Ásmundi Einar Daðasyni skólamálaráðherra. 

 

img_20211129_133421_872.jpg