Útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands, fyrri hluti, fór fram 21.apríl - 26.maí. Á útskriftarhátíð er hægt að sjá þá flóru sem springur út úr skólanum ár hvert en um 140 nemendur útskrifast í ár og sýndu á hátíðinni afrakstur náms síðustu ára.

Þess má geta að seinni hluti Útskriftarhátíðar LHÍ fer fram í ágúst þegar meistaranemar í sviðslistum sýna útskriftarverk sín en það nám er til eins árs, eða þrjár annir, og lýkur með viðburðaröð um miðjan ágúst.

Sviðslistadeild frumsýndi 11 ný verk fyrir dansara, leikara og eftir sviðshöfunda. Sýningar fóru meðal annars fram í húsnæði skólans við Sölvhólsgötu, Þjóðleikhúsinu og Tjarnarbíói. 

Útskriftarnemendur á BA stigi í myndlist, hönnun og arkitektúr sýndu á Kjarvalsstöðum, Reykjavík, og meistaranemar í myndlist og hönnun sýndu í Gerðarsafni, Kópavogi. 

Nemendur í tónlistardeild Listaháskólans héldu samtals 26 tónleika víðsvegar um höfuðborgarsvæðið en meirihluti þeirra fór fram í Salnum, Kópavogi. 

Meistaranemar í listkennslu héldu fjölbreyttan útskriftarviðburð í Menningarhúsunum í Kópavogi en þar voru smiðjur, sýningar og fyrirlestrar á dagskrá. 

Allir viðburðir útskriftarhátíða LHÍ eru og hafa verið opnir öllum og án aðgangseyris. 

 

Um 30.000 gesta sóttu viðburði hátíðarinnar og ljóst að nemendur Listaháskólans snerta við mörgum.

 

Við viljum þakka ykkur öllum sem komuð á tónleika, sýningar, opnanir, fyrirlestra, smiðjur, gjörninga og fleira, kærlega fyrir komuna. 

Hér má sjá myndir frá nokkrum viðburðanna. Ljósmyndari er Leifur Wilberg Orrason.