Á námskeiðinu Höfundurinn hafa nemendur síðastliðnar vikur haldið áfram að þróa eigin listrænu sýn og höfundaverk. Nemendur völdu sér eina af þremur leiðum, leikstjórn, skrif eða samsköpun. Á námskeiðinu höfundurinn var leitast við að nemendur skilgreini eigin aðferðir, ferli, fagurfræði og nálgun og staðsetji sig í samhengi við sviðslista senuna, innanlands sem utan. Sérstök áhersla var lögð á þróun nemenda á þeim aðferðum sem þeir völdu sér sem og á frumsköpun og frumkvæði nemenda, einstaklingsbundna sýn þeirra og nálgun. Námskeiðinu lýkur nú með lifandi flutningi á verkefnum nemenda frammi fyrir áhorfendum. Góða skemmtun. 
- Anna María Tómasdóttir, aðjúnkt & leiðbeinandi.

Verkin og linkar á vimeo upptökur:

 
8. september - 8. október
Inga Steinunn Henningsdóttir
L221 - Laugarnes
Fös 8. október kl. 18:30 & 21:00
 
.Cats do not please.
Milka Rasimus
Fyrirlestrasalur - Laugarnes
Fös 29. okt kl. 19:00 - 19:50
Sun 31. okt kl. 18:00 - 18:50
 
Ég er hér, ég anda inn, ég er á lífi, ég anda út
Erna Kanema Mashinkila
Fyrirlestrasalur - Laugarnes
Fös 29. okt kl.18:00 - 18:45
Sun 31. okt kl.19:00 - 19:45
 
Pools (no water)
Bjartur Örn Bachmann
Black Box - Laugarnes
Sun 31. okt - kl: 20:00 - 21:00
Mán 1. nóv - kl: 20:00 - 21:00
 
Maidz
Katrín Guðbjartsdóttir 
Black Box - Laugarnes
Fös 5. nóv 20:00 - 21:00  
Lau 6. nóv 20:00 - 21:00  
 
Lungun
Magnús Thorlacius 
Black Box - Laugarnes
Fös 12. nóv - kl: 20:00 - 21:00  
Lau 13. nóv - kl: 20:00 - 21:00  
 
All the events are also on the LHÍ Facebook page - HERE