Nemendur sviðslistadeildar eru nú staddir í Litháen og taka þar þátt í vikulangri vinnusmiðju á vegum
Norteas samstarfsnets sviðslistaháskóla.
Vinnusmiðjan er hluti af verkefninu Sjálfbærni í sviðslistum sem sviðslistadeild Listaháskólans leiðir á vegum netsins.
Markmið verkefnisins er að stuðla að sjálfbærni listamannsins í víðu samhengi.
Eins og sjá má á síðu Norteas eru um 100 nemendur sem taka þátt frá þátttökuskólum netsins. Nemendur vinna í hópum og leysa verkefni undir handleiðslu kennara þátttökuskóla Norteas.
Fyrir hönd sviðslistadeildar eru þau Steinunn Knútsdóttir deildarforseti, Egill Ingibergsson tæknistjóri og Karl Ágúst Þorbergsson fagstjóri sviðshöfundabrautar.
Hér má sjá myndir úr vinnusmiðjunni þeirra sem Stefán Ingvar Vigfússon sviðshöfundur tók.
Eins má finna frekari upplýsingar um verkefnið á síðu netsins sem og þá fyrirlestra sem haldnir voru 2017- 18.