Um samstarf milli Póllands, Íslands, Liechtenstein og Noregs á sviði menntunar.

 

Á árunum 1994-2014 hefur sjóðurinn EEA Grants veitt 3.3 miðjarða evra í styrki til ýmissa verkefna. Styrkirnir eru fjármagnaðir af Íslandi, Liechtenstein og Noregi, en framlög þeirra eru byggð á landsframleiðslu ríkjanna. Hæfnisviðmið fyrir sjóðina byggist á þeim skilyrðum sem sett eru fram í Samheldnissjóði EES ríkja þar sem meðaltekjur íbúa eru innan við 90% af meðaltekjum íbúa EES ríkjanna. Þann 20. desember 2017 voru undirritaðar alþjóðlegar samningar um þriðju styrktarlínu fjármálasviðs Evrópska efnahagssvæðisins (MF EOG) og norska fjármálakerfisins (NMF)  fyrir tímabilið  2014 -2021. Áætlunin fyrir tímabilið 2014-2021 nemur 1.55 milljörðum evra.

 

Viðmið tímabilsins til styrkveitinga eru eftirfarandi:

1. Nýsköpun, rannsóknir, menntun.

2. Efling félagslegra þátta, atvinnusköpun ungmenna og hjöðnun fjárhagslegs misræmis.

3. Umhverfi, orka, loftslagsbreytingar og kolefnissparnaður.

4. Menning, borgaralegt samfélag, stjórnsýsla og grundvallarréttindi.

5. Mannréttindi og innanríkismál.

 

Eitt af verkefnunum sem styrkt voru tengist menntun og uppeldi en Stofnun fyrir þróun menntakerfisins í Pólandi (FRSE) stýrir verkefninu. Markmið þess er að draga  úr fjárhags- og félagslegri ójafnvæginu innan EES ríkjanna og styrkja samstarf milli Póllands, Íslands, Liechtenstein og Noregs á sviði menntunar. Styrkveitingarnar tákna framlag þessara tilteknu landa til þess að skapa umhverfisvæna og samkeppnishæfa Evrópu án aðgreiningar. Verkefnið sem er liður í stefnu EES styrkveitinganna hefur tvö aðalmarkmið: að draga úr félagslegum og efnahagslegum misræmi í Evrópu og að  efla samskipin milli þriggja styrktarlanda og ríkjanna EU-15 í mið- og suður Evrópu og Eystrasalti. Ríkin þrjú sem veita styrki starfa náið með ESB samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES).

Sem styrktarþegi verkefnisins Education hefur Paderewski tónlistarakademían í Poznań nýtt styrktarupphæðir fyrir ýmis verkefni. Þau hafa fengið styrki í þremur hlutum þ.e. 8,225 evrur, 90,498 evrur og að lokum 95,029 evrur.

EDU-action 2020-2021: Raising Excellence

Verkefnið „EDU-action 2020-2021:„ Raising Excellence “ leggur upp með að samtengja tónlistar- og menningarfræðslu í Póllandi, Noregi og  Íslandi. Löndin eru hvött til þess að halda sameiginlegar ráðstefnur, málstofur og aðra viðburði og sameina þverfaglega þekkingu þessara landa á sviði menntunar. Þá er undirbúningur hafinn á útgáfu rannsóknarinnar  ,,Schoolchildren in Central and North Europe: about the Need for Transcultural Education. Social, Ethical, Musical and Medical Aspects " þar sem fjallað er um störf kennara með börnum, mikilvægi fjölmenningar í menntaumhverfi barna með tilliti til félaslegra, siðferðislegra og læknisfræðilegra þátta.
Nemendur og kennarar sex stofnanna í Póllandi, Íslandi og Noregi tóku þátt í rannsókninni en stofnanirnar eru læknavísindaháskólinn í Poznań, háskólinn í Agder, háskólinn í Tromso, Menntaskóli í tónlist í Reykjavík og Listaháskóli Íslands. Rannsókninni stýrðu þau Ewa Murawska frá Póllandi, Jórn Eivind Schau frá Noregi og Ásthildur Haraldsdóttir frá Íslandi. Niðurstöður þessarar sameiginlegu rannsóknarvinnu Póllands, Íslands og Noregs geta verið gagnlegar fyrir kennara í framhaldsskólum og háskólum en bæklingur sem þátttakendur verkefnisins hafa gefið út greinir stuttlega frá niðurstöðum og markmiðum rannsóknarinnar.
Í bæklingnum má einnig finna dæmi um flaututónlist, meðal annars verk eftir Agnieszka Zdrojek-Suchodolska, Ewa Fabiańska-Jelińska og Konrad Mikal Óhrn.