Styrkveiting úr sjóði Halldórs Hansen fór fram í Dynjanda, nýjum glæsilegum sal tónlistadeildarinnar við Skipholt, þann 21. síðastliðinn. 

Í ár var veittur styrkur til Péturs Ernis Svavarssonar en hann útskrifaðist með tvær bachelorgráður frá tónlistadeildinni, annars vegar í píanó og hins vegar í söng.
Pétur Ernir Svavarsson.png
Einar Torfi Einarsson, settur deildarfoseti tónlistadeildar, Pétur Ernir Svavarsson, söngvari og píanóleikari, styrkþegi, Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans og Þóra Einarsdóttir sviðsforseti.

 

Auk ávarpa frá Fríðu Björk Ingavarsdóttur, rektors og Þóru Einarsdóttur, sviðsforseta, flutti Óskar Magnússon, gítarleikari lög. 
Óskar Magnússon.png

Óskar Magnússon, gítarleikari, styrkþegi 2017

 

Styrkþeginn 2022 - Pétur Ernir Svavarsson 

pes.jpg
img_5614.jpg
Pétur Ernir stundaði píanónám við Tónlistarskóla Ísafjarðar frá 6 ára aldri allt til útskriftar úr Menntaskólanum á Ísafirði. Einnig stundaði hann söngnám við skólann frá 15 ára aldri. Í vor mun hann útskrifast frá Listaháskóla Íslands með bakkalárgráðu í píanóleik og söng. Í söngnum hefur hann lagt áherslu á söngleikjasöng og hefur hlotið inngöngu í meistaranám við Royal Academy of Music í Musical Theatre Performance í haust. Pétur hefur unnið til ýmissa verðlauna bæði tengd söng og píanóleik sínum. Þar má nefna EPTA píanókeppnina þar sem hann vann til þriðju verðlauna í sínum flokki, Nótuna þar sem hann vann til aðalverðlauna fyrir eigin útsetningu á tvö píanó á lögum úr söngleiknum Wicked sem og Vox Domini söngkeppnina þar sem hann hlaut áhorfendaverðlaun ásamt því að hljóta sérstök verðlaun fyrir flutning á íslensku verki eftir tónskáld keppninnar. Pétur hefur allt frá 15 ára aldri starfað sem meðleikari fyrir ýmsa kóra og söngvara. Til dæmis má taka Gospelkór Ísafjarðar, Sunnukórinn á Ísafirði, Karlakórinn Erni og Kvennakór Ísafjarðar, en einnig hefur hann unnið sem meðleikari við söngdeild Tónlistarskóla Ísafjarðar. Í dag starfar hann sem meðleikari við Söngskóla Sigurðar Demetz. Pétur hefur komið fram við hin ýmsu tilefni sem söngvari og píanóleikari. Til dæmis má nefna tónleikaferð á vegum Listaháskóla Íslands og samstarfsverkefnisins Crossing Keyboards í Eistlandi og Lettlandi sem og á masterklass-tónleikum í Szeged, Ungverjalandi bæði sem söngvari og píanóleikari. Þá hefur hann komið fram sem söngvari og sögumaður með Sinfóníuhljómsveit Íslands á fjölskyldutónleikum hljómsveitarinnar með lögum úr leikritum eftir Astrid Lindgren. Pétur fékk síðan aftur að starfa með hljómsveitinni en hann var valinn til að taka þátt í Hljómsveitarstjóraakademíu Sinfóníuhljómsveitarinnar árið 2020. Pétur hefur tekið virkan þátt í skipulagningu ýmissa menningarviðburða. Hann hefur starfað sem listrænn stjórnandi í verkefni á vegum Bókasafns Hafnafjarðar og Söngskóla Sigurðar Demetz þar sem fluttur var ljóðaflokkur eftir Donald Swann. Pétur var einn stofnenda leikhóps ungs fólks sem setti upp söngleikinn 9 til 5 á Ísafirði seinasta sumar og var hann framkvæmdastjóri verkefnisins. Pétur starfar nú sem skipuleggjandi við tónlistarhátíðina Við Djúpið og verkefnastjóri við tónlistarhátíðina Seiglu.
 
Eins og sjá má er Pétur einstaklega fjölhæfur og hæfileikaríkur nemandi með ríkulegt frumkvæði.
 
Hér má sjá umsögn frá kennurum hans. 

Pétur er framúrskarandi nemandi. Mjög fljótur að læra, vinnur sjálfstætt og vel, Framkoma heillandi og hann nær góðri tengingu við áheyrendur. 

Söngleikjatónlistin sem á hug hans allan og þar er Pétur algerlega á heimavelli. 

 „Það er enginn vafi á því að þú ert hæfileikaríkur söngvari og píanóleikari með sterka útgeislun og hefur allt sem til þarf til að ná takmarki þínu. Glæsilegir útskriftartónleikar þínar eru gott dæmi um það. Til hamingju með að vera kominn inn í draumanámið og gangi þér sem best. Það verður spennandi að fylgjast með þér í framtíðinni.“  

Glæsilegur árangur! 

Hanna Dóra Sturludóttir, fagstjóri í söng

 

Pétur Ernir Svavarsson er afburðarnemandi og býr yfir mjög fjölbreyttum hæfileikum þar sem píanóleikur var eitt af hans aðalfögum í LHÍ. Spilamennska hans er falleg og stílhrein og á útskriftar tónleikunum flutti hann krefjandi efnisskrá af miklu listfengi.

Auk einleiksverka hefur hann verið öflugur flytjandi kammertónlistar, meðal annars lék hann píanókvartett eftir Z. Fibich á útskriftartónleikum sínum og píanókvintett „Dumky“ e. Dvorák á tónleikum skólans í Norræna húsinu. Einnig hefur hann leikið píanómeðleik á mörgum einsöngstónleikum t.d. í Salnumn í Kópavogi og á heimaslóðum sínum á Ísafirði.
Pétur Ernir hefur mjög góða og hlýja nærveru og var líka frábær félagi í nemendahópi LHÍ.

Peter Maté, fagstjóti í hljóðfæraleik 

 

Fyrrum styrkþegar eru:

Verðlaunahafar 2021

  • Áslákur Ingvarsson, söngvari
  • Íris Björk Gunnarsdóttir, söngkona
  • Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir, söngkona og fiðluleikari

Verðlaunahafar 2020

  • Guðný Charlotta Harðardóttir, píanóleikari og kennari
  • Matthías Harðarson, kirkjutónlistarmaður 
  • Vera Hjördís Matsdóttir, söngkona

Verðlaunahafi 2019

  • María Sól Ingólfsdóttir, söngkona

Verðlaunahafar 2018

  • Erna Vala Arnardóttir, píanóleikari
  • Bryndís Guðjónsdóttir, söngkona
  • Pétur Úlfarsson, söngvari og fiðluleikari 

Verðlaunahafar 2017

  • Óskar Magnússon, gítarleikari 
  • Snæbjörg Guðmunda Gunnarsdóttir, söngkona

Verðlaunahafar 2016

  • Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, söngkona
  • Steinar Logi Helgason, kirkjutónlistarmaður

Verðlaunahafar 2015

  • Steiney Sigurðardóttir, sellóleikari
  • Davíð Ólafsson, söngvari

Verðlaunahafar 2014

  • Baldvin Ingvar Tryggvason, klarínettleikari
  • Jónína Björt Gunnarsdóttir, söngkona

Verðlaunahafar 2013

  • Elín Arnardóttir, píanóleikari
  • Sigrún Björk Sævarsdóttir, söngkona
  • Þorkell Helgi Sigfússon, söngvari

Verðlaunahafar 2012

  • Jane Ade Sutarjo, píanóleikari
  • Elísabet Einarsdóttir, söngkona

Verðlaunahafar 2010

  • Andri Björn Róbertsson, bassabarítón
  • Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir, harmónika

Verðlaunahafar 2009

  • Hulda Jónsdóttir, fiðla

Verðlaunahafar 2008

  • Greta Salóme Stefánsdóttir, fiðluleikari

  • Hákon Bjarnason, píanóleikari
  • Joaquín Páll Palomares, fiðluleikari
  • Þorvaldur Kristinn Þorvaldsson, söngvari

Verðlaunahafi 2007

  • Grímur Helgason, klarínettleikari

Verðlaunahafi 2006

  • Herdís Anna Jónasdóttir, söngkona

Verðlaunahafar 2005

  • Dóra Steinunn Ármannsdóttir, söngkona
  • Steinunn Soffía Skjenstad, söngkona

Verðlaunahafar 2004

  • Melkorka Ólafsdóttir, flautuleikari
  • Ingrid Karlsdóttir, fiðluleikari