Bryndís Björgvinsdóttir og Birna Geirfinnsdóttir, dósentar við Hönnunardeild Listaháskóla Íslands, hlutu fyrir stuttu tilnefningu til Fjöruverðlaunanna í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis fyrir útgáfuna Kristín Þorkelsdóttir.

Þess má einnig geta að yfirlitssýning á verkum og ævistarfi Kristínar, í umsjón Bryndísar og Birnu, stóð yfir í Hönnunarsafni Íslands í fyrra.  

Listaháskólinn óskar Birnu og Bryndísi innilega til hamingju með tilnefninguna. 

Fáir hönnuðir hafa skipað jafn stóran sess í hversdagslífi Íslendinga og Kristín Þorkelsdóttir. Á yfir fimm áratuga ferli liggja eftir hana ótal rótgróin vörumerki, minnisstæðar umbúðir og bókakápur, að ógleymdum peningaseðlunum sjálfum. Hverjum þessara þátta eru gerð góð skil í bókinni Kristín Þorkelsdóttir eftir Bryndísi Björgvinsdóttur og Birnu Geirfinnsdóttur. Bókin er einstaklega fögur og vel hönnuð, allt frá uppsetningu mynda og texta til efnislegrar uppbyggingar. Hér er fjallað um lífshlaup og arfleifð eins okkar afkastamestu listamanna með miklum sóma.

Fjöruverðlaunin eru bókmenntaverðlauna kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandiog verða afhent við hátíðlega athöfn í 8. mars.

 

kristin-thorkelsdottir.png