Undanfarið hafa átt sér stað breytingar hjá starfsfólki sviðslistadeildar. Ráðið hefur verið tímabundið í þrjár stöður á vorönn. 
 
Hannes Óli Ágústsson – fagstjóri leikarabrautar
Hannes útskrifaðist frá leikarabraut leiklistardeildar Listaháskóla Íslands vorið 2009. Einnig hefur Hannes lokið við BA nám í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 2004.Hannes lék í uppsetningum Þjóðleikhússins á Lér konungurAllir synir mínir og Bjart með köflum. Einnig lék Hannes í Leigumorðingjanum, Kaktus, Sek og Gullna hliðinu hjá Leikfélagi Akureyrar. Hannes starfaði hjá Borgarleikhúsinu á árunum 2017-2019 og lék í leiksýningunum 1984Himnaríki og helvíti, Núna 2019 og Fólk, staðir og hlutir. Hannes hefur að auki unnið talsvert með sviðslistahópunum Hreyfiþróunarsamsteypan (Shake me, Úps!), Áhugaleikhús Atvinnumanna (Ódauðlegu verkin), Soðið Svið (Hættuför í Huliðsdal, Extravaganza) og Óskabörn ógæfunnar í Illsku. Hannes var tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir frammistöðu sína í Illsku og Himnaríki og helvíti. Meðal annarra verka sem Hannes hefur leikið í á sviði má nefna Munaðarlaus, Hnykill, Ég er vindurinn og Góði dátinn Svejk. Meðal hlutverka Hannesar í kvikmyndum og sjónvarpi má nefna sjónvarpsþættina Hæ Gosi og Stellu Blómkvist, og kvikmyndirnar Bjarnfreðarson, Grimmd, Héraðið og Málmhaus, en Hannes hlaut tilnefningu til Edduverðlauna fyrir það hlutverk. Þá hefur Hannes verið mjög áberandi í Áramótaskaupi Sjónvarpsins undanfarin ár. Meðal erlendra verkefna má nefna hlutverk í sjónvarpsþáttunum Sense8 og Documentary Now!, og kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Hannes hefur einnig kennt leiklist sem stundakennari við m.a. sviðslistadeild Listaháskóla Íslands og Kvikmyndaskóla Íslands.
 
Brogan Davison – fagstjóri MFA náms 
Brogan er danshöfundur og sviðslistakona frá Bretlandi og er búsett í Reykjavík. Hún útskrifaðist með MA gráðu frá Das Theatre braut Listaháskólans í Amsterdam 2019 og hlaut BA í dansleikhúsi frá Laban í London 2010. Hún stofnaði verðlauna sviðslistahópinn Dance For Me ásamt samstarfsmanni sínum Pétri Ármannssyni en þau hafa starfað bæði hérlendis og alþjóðlega. Þau hafa skapað fjölbreytt sviðslistaverk sem dansa á mörkum danslistar, heimildaleikhúss og uppistands og hafa verk þeirra farið fram á sviði og í heimahúsum. Síðan 2013 hafa þau sýnt verk sín meðal annars í Þýskalandi, Hollandi, Noregi, Danmörku, Bretlandi, Finnlandi, Ítalíu, Svíþjóð, Sviss og Kanada og í leikhúsum líkt og Productiehuis Theater Rotterdam (NL) and Künstlerhaus Mousonturm (DE). 
 
Katrín Gunnarsdóttir – aðjúknt samtímadansbraut
Katrín starfar sem danshöfundur, dansari, rannsakandi og kennari. Í verkum sínum fæst hún meðal annars við mýktina, hið hljóðláta, síbreytilegt flæði, vinnu dansarans og líkamann sem safn hreyfinga. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín og sýnt víðsvegar um Ísland og í Evrópu.  Ásamt því að þróa eigin verk starfar hún með sviðslistahópnum Marble Crowd og teiknaranum Rán Flygenring. Hún hefur jafnframt starfað sem danshöfundur fyrir Íslenska Dansflokkinn, Íslensku Óperuna, Þjóðleikhúsið, Theater Republique í Danmörku, Toneelgroep Amsterdam í Hollandi og FWD Youth Company. Hún hefur kennt reglulega við sviðslistadeild LHÍ frá árinu 2015. Þá hefur Katrín setið í fagráði skólans sem fulltrúi stundakennara árin 2017-2019. Hún er formaður Danshöfundafélags Íslands og er varaformaður Félags Íslenskra Leikara. Katrín hefur lokið BA gráðu í dansi og danssmíði frá ArteZ Listaháskólanum í Hollandi og diplómanámi í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands. Þá er hún einnig með meistaragráðu í heilsuhagfræði og viðbótardiplóma í fjármálahagfræði frá Háskóla Íslands.