Það er tilefni til að fagna okkar frábæra starfsfólki sviðslistadeildar en í ár fengu fjölda mörg þeirra tilnefningar til Grímuverðlaunanna sem haldin verða hátíðleg í Þjóðleikhúsinu í kvöld, 14. júní.

Þau sem tilnefnd eru, í flokknum Leikstjóri ársins, Una Þorleifsdóttir fyrir Ást og upplýsingar og Vala Ómarsdóttir fyrir TÆRING. Í flokkunum leikkona ársins og söngvari ársins, Halldóra Geirharðsdóttir fyrir 9 líf. Lýsing ársins, Egill Ingibergsson ásamt Móeiði Helgadóttur fyrir Ein komst undan. Dansari ársins, Saga Sigurðardóttir fyrir Rómeó <3 Júlía. Þá var Anna María Tómasdóttir aðstoðarleikstjóri í verkinu Sjö ævintýri um skömm eftir Tyrfing Tyrfingsson en verkið hlaut alls 12 tilnefningar til Grímunnar m.a. fyrir Sýning ársins. Til hamingju öll með þennan frábæra árangur!

Á myndinni má sjá þau Egil, Önnu Maríu, Völu, Sögu og Dóru á góðri stundu.