Á vorönn stundar fjöldi skiptinema nám við Listaháskóla Íslands. Hönnunar- og arkitektúrdeild hefur tekið á móti 9 skiptinemum, myndlistardeild er með 17 skiptinema nú í vor, sviðlistadeild hefur tvo skiptinema á sviðshöfundabraut og tónlistardeild er með fimm skiptinema, bæði í tónsmíðum og hljóðfæranámi. Nemendurnir koma frá skólum um allan heim og eru af 15 mismunandi þjóðernum. Veturinn hófst á þverfaglegu námskeiði allra deilda, Samtali, sem allir skiptinemar hafa einnig tekið þátt í.

Á meðan stunda 29 nemendur Listaháskólans skiptinám við erlenda háskóla í 13 mismunandi löndum, s.s. Norðurlöndunum, Eystrasaltslöndunum, Póllandi, Tékklandi, Þýskalandi, Bretlandi, Hollandi, Spáni, Frakklandi og La Réunion. Nemendurnir eru styrktir af Erasmus+ menntáætlun Evrópusambandsins.

Erasmus+ áætlunin veitir einnig útskrifuðum nemendum styrki til þess að stunda starfsnám í Evrópu. Um 30 nemendur sem útskrifuðust síðastliðið ár hafa haldið til Evrópu til þess að nýta þetta tækifæri. Þau hafa starfað með erlendum og íslenskum listamönnum á borð við Ulrik Heltoft ljósmyndara, Jóhann Jóhannsson tónskáld, Þorleif Örn Arnarsson leikstjóra og Caroline Rohner og Inna Stein fatahönnuði. Þar að auki nýttu 12 nemendur skólans sumarfríið til þess að vera í starfsnámi erlendis.

Umsóknarfrestur um Erasmus+ styrki fyrir næsta skóla ár er 1. mars nk. Hér má sækja um styrkinn.

Mynd við frétt: Goddur