English below 
 
Síðustu fyrirmæli heilbrigðisyfirvalda, vegna aukningar í smitum af völdum Covid 19, hafa það í för með sér að húsnæði Listaháskóla Íslands verður lokað til hádegis á morgun, mánudag 21. september. Lokunin er einungis til að gefa starfsfólki svigrúm til að endurnýja merkingar og undirbúa hertar sóttvarnir, sem meðal annars fela í sér grímuskyldu í öllu staðnámi, á verkstæðum og í vinnurýmum nemanda 
 
Í öllum þeim tilvikum sem mögulegt er verður nám fært yfir í fjarkennslu. Okkur hefur farið mikið fram í fjarkennslu á undanförnum mánuðum og munum áfram leggja áherslu á að uppfræða vel um þá tæknilegu möguleika sem nemendum og kennurum standa til boða og miðla þeim kostum sem felast í fjarnámi. 
 
Staðnám, en nú með grímuskyldunni, heldur áfram  þar sem það er nauðsynlegt og það sama á við um verkstæði og vinnurými nemenda, sem verða áfram opin þeim sem eru með grímur og fylgja sóttvarnarreglum.  
 
Frekari upplýsingum verður komið til nemenda og kennara í hverri deild fyrir sig.  
 
Ég legg sérstaka áherslu á nauðsyn þess að farið sé eftir þeim fyrirmælum sem í gildi eru hverju sinni. Allar okkar sóttvarnaraðgerðir, líkt og grímuskyldan nú, miða að því að halda skólanum eins opnum fyrir staðnámi og kostur er og auka þannig gæði námsupplifunarinnar nemenda þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Hvort okkur tekst vel upp byggir að miklu leyti á okkar eigin ábyrgu hegðun og atferli í sóttvörnum og samskiptum. Við eigum því mikið undir því að allir, undantekningarlaust, fari að fyrirmælum og slái hvergi slöku við.  
 
Líkt og reynsla síðustu mánaða hefur sýnt og sannað, þá er samtakamáttur okkar mikill. Það er ástæða til að þakka ykkur öllum fyrir þann stuðning sem þið hafið sýnt öllum aðgerðum og þeirri samstöðu sem ríkt hefur um að fleyta okkur yfir þetta óvenjulega tímabil.  
 
Með góðri kveðju til ykkar allra,  
 
Fríða Björk Ingvarsdóttir,  
rektor.  
 
//
 
In light of the latest developments regarding the Covid19 pandemic, with increasing numbers of infections in the capital area, the IUA buildings will be closed until 12.00 tomorrow, Monday, September 21st. This is done in order to renew instructions and in preparation for the new rules, health authorities have implemented for the time being. According to those rules, everyone in the buildings now needs to wear a mask, in all classes, in the workshops and in the studios.  
 
We will return to distant learning wherever that is possible. Our skills at organising distant learning have improved considerably these last few months, and we will continue to provide training and information about technical options and possibilities for both students and staff.  
Where distant learning is not a suitable option we will continue using the IUA facilities for teaching, provided everyone wears masks and follows sanitary instructions. The same applies to workshops and studios.  
 
Further information for students and teachers will be provided by the departments.  
 
With his message, I would also like to emphasize the importance of following health authorities´ guidelines and regulations at any given time. All our sanitary instructions, such as the necessity to wear masks at the university, for the time being, aim at keeping the university as open as we possibly can and thus improve the quality of student's experience, in spite of the pandemic. Whether we will be successful or not depends to a large extent on our own responsible conduct and preventive measures.  
 
In the last few months, we as a community have proven that solidarity takes us a long way. Therefore I would like to thank you all for your support and understanding which I am confident will help us through these unusual times.  
 
With warm regards to you all,  
 
Fríða Björk Ingvarsdóttir,  
rector.