Íris Björk Gunnarsdóttir, nemi við tónlistardeild LHÍ, bar sigur úr býtum í opnum flokki í söngkeppni Félags íslenskra söngkennara, Vox Domini 2018, sem fram fór dagana 26. til 28. janúar síðastliðinn. Á úrslitakvöldi í Salnum í Kópavogi var Íris valin „Rödd ársins“ en í öðru og þriðja sæti voru Sólveig Sigurðardóttir og Dagur Þorgrímsson, einnig nemendur við Tónlistardeild LHÍ. 

Þetta er í annað sinn sem keppnin Vox Domini er haldin. Keppnin er ætluð söngvurum og nemendum í klassískum söng; lengra komnum söngvurum, sem eru að feta sín fyrstu spor á söngferlinum og einnig nemendum sem hafa lokið miðstigi eiga þess kost að taka þátt í keppni þessari. Árið 2017 bar Marta Kristín Friðriksdóttir sigur úr býtum en hún stundur nú framhaldsnám í söng í Vínarborg. 

Úrslit í Vox Domini 2018 voru annars sem hér segir:

Opinn flokkur
1. sæti (og jafnframt Rödd ársins): Íris Björk Gunnarsdóttir
2. sæti (og áhorfendaverðlaun): Sólveig Sigurðardóttir
3. sæti: Dagur Þorgrímsson
 

Framhaldsflokkur
1. sæti: Ásta Marý Stefánsdóttir
2. sæti: Sigurður Vignir Jóhannsson
3. sæti: Þórhildur Steinunn Kristinsdóttir
 

Miðflokkur
1. sæti: Ólafur Freyr Birkisson
2. sæti: Katrín Eir Óðinsdóttir
3. sæti: Vera Sif Brynjudóttir

Við óskum sigurvegurum og þátttakendum öllum innilega til hamingju sem og Félagi íslenskra söngkennara með glæsilega keppni.