Sigurður Guðjónsson: Perpetual Motion

Myndlistarmaðurinn Sigurður Guðjónsson er fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum árið 2022. Verk Sigurðar Perpetual Motion mun opna með formlegum hætti þann 21. apríl á Arsenale svæðinu í Feneyjum.

Sýningastjóri Íslenska skálans í Feneyjum í ár er Mónica Bello.

Listaháskólinn óskar Sigurði innilega til hamingju með þennan merkilega áfanga. 

screen_shot_2022-04-20_at_13.02.39.png

 

Sigurður er fæddur árið 1975 í Reykjavík. Hann stundaði nám við Billedskolen í Kaupmannahöfn 1998-1999, Listaháskóla Íslands 2000 -2003 BA og Akademie Der Bildenden Kunste í Vínarborg 2004.

Sigurður á yfir tuttugu einkasýningar að baki víðs vegar um heiminn, en hann hlaut auk þess Íslensku myndlistarverðlaunin árið 2018 fyrir verk sitt Innljós í kapellu og líkhúsi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði á vegum Listasafns ASÍ. 

Image: Sigurður Guðjónsson, still from Perpetual Motion, 2022