Myndlistarmaðurinn Sigurður Guðjónsson er fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum 2021. Sigurður Guðjónsson er þekktur fyrir magnþrungin vídeooverk þar sem mynd, hljóð og rými mynda órofa heild. 

Hann sýndi fyrst um aldamótin síðustu í listamannareknum rýmum í Reykjavík en dökk en ágeng vídeóverk hans vöktu strax athygli. Sigurður á yfir tuttugu einkasýningar að baki víðs vegar um heiminn, en hann hlaut auk þess Íslensku myndlistarverðlaunin árið 2018 fyrir verk sitt Innljós í kapellu og líkhúsi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Hans nýjasta verk ber titilinn Enigma og verður verkið meðal annars til sýnis í Kennedy Center í Washington, Adler Planeterium í Chicago og Carnegie Hall í New York á umfangsmikilli sýningarvegferð sinni um heiminn sem nú stendur yfir.

Sigurður Guðjónsson er fæddur árið 1975 í Reykjavík. Hann stundaði nám við Billedskolen í Kaupmannahöfn 1998-1999, Listaháskóla Íslands 2000 -2003 BA og Akademie Der Bildenden Kunste í Vínarborg 2004.

Sigurður hefur kennt við myndlistardeild Listaháskóla Íslands um árabil sem aðjúnkt og umsjónarmaður videovers. Óskum við honum og fagsamfélagi myndlistar á Íslandi til hamingju.