Vel heppnaður Háskóladagur fór fram laugardaginn 2. mars í Listaháskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands. 
 
Setning Háskóladagsins fór í ár fram hjá LHÍ viðstöddum Forseta Íslands, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og rektorum allra íslensku háskólanna. Þar bauð Kristín Eysteinsdóttir rektor Listaháskólans gesti velkomna og flutti ávarp þar sem hún gerði m.a. skapandi hugsun umfjöllunarefni sínu sem lykil allrar framþróunar enda það skapandi hugsun sem hreyfir við samfélögum og umbyltir hugmyndum. Ávarp Kristínar sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
 
Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson flutti þá næst ávarp þar sem hann minnti m.a. á mikilvægi þess að viðhalda mennskunni í hverju því sem við menntum okkur til og fáumst við.  
 
Nemendur tónlistardeildar þær Elísabet Anna Dudziak og Sara Karín Kristínsdóttir á fiðlu, Diljá Finnsdóttir á víólu og Ágústa Bergrós Jakobsdóttir á selló fluttu 3. kafla úr strengjakvartett nr. 3 í F-dúr op. 73 eftir Dmítríj Shostakovítsj.
 
lokum setti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra Háskóladaginn og flutti ávarp þar sem hún fjallaði ásamt öðru um breytta fjármögnun háskólanna sem m.a. hefur gert Listaháskólanum kleift fella niður skólagjöld. lokinni setningu þakkaði Elínborg Una Einarsdóttir, formaður Stúdentaráð Listaháskólans, Áslaugu Örnu fyrir stíga þetta mikilvæga skref í átt jafnræði til náms óháð námsgreinavali og fjárhag.
 
 
Kristín Eysteinsdóttir rektor LHÍ
Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson
 
3f2a4268.jpg
 
Ávarp Kristínar Eysteinsdóttur rektors Listaháskóla Íslands
Forseti Íslands, Háskólaráðherra, Rektorar, Nemendur, Samstarfsfélagar, Stúdentar og góðir gestir.
Verið hjartanlega velkomin í Listaháskóla Íslands. Við erum stolt af því að opna Háskóladaginn í ár.
Í dag opna háskólar landsins dyrnar og kynna fyrir stúdentum þær fjölbreyttu námsleiðir sem þeim standa til boða. Í dag mótast framtíðin því í dag á sér stað mikilvægt stefnumót háskólanna við sína tilvonandi nemendur. Þetta er fallegur dagur og ég hvet gesti okkar í dag til að vera forvitin og spyrja spurninga. Leyfið ykkur að dreyma stórt. Leyfið ykkur að leita því leitin sjálf er einn mikilvægasti þáttur náms og lífsins í heild. Það er í þessari leit sem við vöxum og lífshamingjan felst að stórum hluta í því að leita að köllun sinni, að taka ákvarðanir sem leiða mann nær henni.
Listaháskólinn iðar af lífi í dag eins og hann gerir allt árið um kring. Í þessum skóla mótast framtíð menningar og lista enda erum við suðupottur skapandi hugsunar, hreyfiafl fyrir nýsköpun og rannsóknir sem skila sér beint til samfélagsins í formi verka, samtals og umbreytandi hugmynda.
Skapandi hugsun og ræktun hennar eru lykilþættir þegar kemur að helstu áskorunum framtíðarinnar. Í raun trúi ég því að skapandi hugsun sé lykillinn að allri framþróun enda er það skapandi hugsun sem hreyfir við samfélögum og umbyltir hugmyndum.
Mikilvægasta markmið Listaháskólans er að sameina allar starfsstöðvar sínar undir einu þaki þar sem nemendur geta blómstrað sem aldrei fyrr í þverfaglegum skóla í takti við kröfur samtímans. Mikill áfangasigur var því unninn á dögunum þegar tilkynnt var að fjármagn væri tryggt til að samkeppni gæti hafist um uppbyggingu Listaháskólans í Tollhúsinu við Tryggvagötu.
Annar áfangasigur vannst nýverið í sögu Listaháskólans en það voru sannkölluð tímamót þegar jafnrétti til náms óháð námsgrein var tryggt með fullri fjármögnun skólans af hálfu háskólaráðherra og niðurfellingu skólagjalda.
Við horfum því björt fram á veginn og til framtíðar.
Nemendur tónlistardeildar LHÍ
 
Forseti Íslands og háskólamálaráðherra
 
Hönnunardeild
 
Myndlistardeild