Háskóladagurinn var settur í sextánda sinn í dag og fór setningin fram í Listaháskóla Íslands. 

Nemendur á öðru ári í samtímadansi opnuðu daginn með því að flytja ritúal sem þau hafa unnið undir stjórn Sögu Sigurðardóttur, dósents og fagstjóra samtímadansbrautar, og Post Performance Blues Band. 

DansararPPBB.jpg
Nemendur á öðru ári í samtímadansi fluttu ritúal. 
MathildePPBB.jpg
Mathilde Mensink 
BjarteyPPBB.jpg

Bjartey Elín Hauksdóttir

 

Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor Listaháskólans hvatti viðstadda til þess að kynna sér námsframboð allra háskólanna og að sjálfsögðu til að nýta tækifærið og skoða allt það sem Listaháskólinn hefur upp á bjóða, enda mjög fjölbreytt framboð á verkum og flutningi nemenda á svona mikilvægum degi. 

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra setti daginn, en hún vitnaði í John Stuart Mill heimspeking í máli sínu.

 „Öll efling menntunar stuðlar að jöfnuði, því að menntunin veitir aðgang að sama sjóði þekkingar og skoðana.“ Ljóst er að verulegar breytingar eru í vændum á vinnumarkaði vegna örra tæknibreytinga, þess vegna væri svo mikilvægt að vinna þverfaglega og ýta undir þverfaglegt nám. Hún sagði að það væru fólgin rík tækifæri í að forgangsraða gæði menntunar framar öðru.

Við tökum að sjálfsögðu undir það. 

LDA - bros.jpg
Frú Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra setti daginn.

 

Ljósmyndir: Leifur Wiilberg Orrason