Samstarfsverkefni Rásar 1 og tónlistardeildar Listaháskóla Íslands fer fram í Stúdíó 12 á dögunum. Nemendur á 3.ári í tónsmíðum komu sér vel fyrir í hljóðverinu í Efstaleiti en verkefnið byggist á hlustun sérvaldra verka alþjóða tónskáldaþingsins Rostrum of composers.

Þingið er árlegur viðburður þar sem fulltrúar útvarpsstöðva hvaðanæva úr heiminum koma saman og kynna ný tónverk frá sínu heimalandi. Þá eru tíu verk valin til spilunar á útvarpsstöðvum þátttökuríkjanna ásamt þremur verkum í flokki tónskálda 30 ára og yngri. Verkið "Dust" eftir Valgeir Sigurðsson var eitt þeirra tíu verka sem valin voru til spilunar. Íslensk tónskáld hafa áður ratað á listann, þá var verkið Quake eftir Pál Ragnar Pálsson valið á á Rostrum þinginu í Búdapest á síðasta ári.

Meðfylgjandi mynd sýnir nemendur hlusta af gaumgæfni á fyrri helming verkanna, greina þau og skiptast á skoðunum við hlustunina en þátturinn verður á dagskrá Rásar 1 dagana 14. og 21. nóvember í umsjón Arndísar Bjarkar Ásgeirsdóttur. Þátturinn verður síðan einnig aðgengilegur á vef Rásar 1.

Einbeittir tónsmíðanemar hlusta af gaumgæfni í hljóðveri Rásar 1

Einbeittir tónsmíðanemar hlusta af gaumgæfni í hljóðveri Rásar 1.