Á dögunum fór fram samkeppnin Fyrir Amnesty sem Amnesty International stendur fyrir á hverju ári. Keppnin í ár var haldin í samstarfi við LHÍ, líkt og árið áður, og var nemendum skólans gefið tækifæri til að senda senda inn tillögur á Fyrir Amnesty sokkana 2023

Fyrir Amnesty sokkarnir voru fyrst framleiddir árið 2019 af Íslands­deild Amnesty Internati­onal til styrktar mann­rétt­ind­a­starfsins. Frá upphafi hafa íslenskir hönnuðir lagt sitt af mörkum og á hverju ári er ný hönnun kynnt fyrir jólin. Sokk­arnir eru fram­leiddir í verk­smiðju í Portúgal þar sem mikið er lagt upp úr sjálf­bærni í fram­leiðslu­ferlinu. Bómullin er form­lega vottuð af Cotton Made in Africa sem er staðall fyrir bómull í Afríku til að efla lífs­kjör smábænda og stuðla að umhverf­i­s­vænni bómullar­fram­leiðslu samkvæmt ströngum skil­yrðum.

Sokkarnir hafa verið í sölu í búðum Hagkaups og Bónus, Andrá Reykjavík, Org, Ungfrúnni Góðu og Húsi handanna. Allur ágóði af sokka­söl­unni rennur óskiptur til mann­rétt­ind­a­starfs Íslands­deildar Amnesty International.  

Dómnefndin í ár var skipuð af þeim Rúnu Friðriksdóttur, fjáröflunarstjóra Amnesty, Bergþóru Guðnadóttur, hönnuði og eiganda Farmers Market og Möggu Magnúsdóttur, vinningshafa síðasta árs. 
Amnesty International þakkar öllum þátttakendum fyrir sínar tillögur. Frábærar hugmyndir og fjölbreyttar útfærslur af sokkum. Eftir að hafa farið vel yfir tillögurnar höfum við komist að niðurstöðu um sigurvegara.   

Tillaga Megan Auðar Grímsdóttur myndlistarnema hjá Listaháskóla Íslands var fyrir valinu í ár og óskum við henni innilega til hamingju með það. 

Um Amnesty International
Amnesty International er stærsta mannréttindahreyfing í heimi. Kjarni starfsins er að berjast gegn mannréttindabrotum um heim allan. Þau gera ítarlegar rannsóknir, þrýsta á stjórnvöld með herferðum, aðgerðum og undirskriftasöfnunum og fræða fólk um mannréttindi.   

Íslandsdeild Amnesty International reiðir sig eingöngu á frjálsum framlögum einstaklinga. Það gerir þaim kleift að vera óháð pólitískum, trúarlegum og efnahagslegum hagsmunum. Það er mikilvægt til að geta gagnrýnt stjórnvöld og fyrirtæki hvar sem er í heiminum. Við þrýstum á innlend og erlend stjórnvöld og köllum eftir því að þau virði mannréttindi í hvívetna.