Dagana 12. til 17. október býður þýski bassasöngvarinn Roland Schubert upp á námskeið í ljóðasöng en námskeiðið er á vegum Söngskólans í Reykjavík og söngbrautar Listaháskóla Íslands.

Virtur óperusöngvari

Schubert er virtur óperu- og ljóðasöngvari. Hann hefur komið fram sem einsöngvari með mörgum af þekktustu hljómsveitum heims á borð við Vínarfílharmóníuna og sungið undir stjórn hljómsveitarstjóra á borð við Carlo Maria Giulini, Riccardo Muti og Kent Nagano.  Hann hefur túlkað meira en hundrað hlutverk óperubókmenntanna á sviði en á meðal óperuhúsa sem hann hefur sungið við má nefna Staatsoper í Berlín og Hamborg, La Scala í Mílanó og Deutsche Oper í Berlín þar sem hann hefur verið með gestasamning frá árinu 2000.

Schubert er þaulreyndur kennari; hann gegnir nú stöðu prófessors við Tónlistar- og leiklistarháskólann Felix Mendelsohn Bartholdy í Leipzig og hefur að auki haldið fjölda masterklassa víða um heim. 

Dagskráin næstu daga

  • Föstudaginn 12. október kl. 14 - 17:30: Masterklass í húsnæði Söngskólans í Reykjavík við Snorrabraut 54. Fram koma nemendur Söngskólans í Reykjavík og söngbrautar Listaháskóla Íslands. 
     
  • Laugardagur 13. október kl. 11 - 13: Þýskir ljóðasöngvar. Fyrirlestur Schuberts um þýskan ljóðasöng fer fram í húsnæði tónlistardeildar LHÍ, Skipholti 31, 3. hæð. 
  • Laugardagur 13. október kl. 14 - 17: Opnir söngtímar í húsnæði tónlistardeildar LHÍ, Skipholti 31, 3. hæð.  
     
  • Þriðjudagur 16. október kl. 10 - 13: Opnir söngtímar í húsnæði tónlistardeildar LHÍ, Skipholti 31, 3. hæð. 
  • Þriðjudagur 16. október kl. 14 - 17: Opnir söngtímar í húsnæði tónlistardeildar LHÍ, Skipholti 31, 3. hæð. 

Aðgangur að öllum viðburðum er frjáls og öllum heimill. Við hlökkum til að sjá ykkur.