Útskrift Listaháskólans var haldin hátíðleg í Eldborg þann 12. júní síðastliðinn.

 
Í tilefni að útskriftinni var valið verk eftir útskriftanema í fatahönnun sem klæðnaður fyrir rektor skólans. Að valinu komu rektor, kynningarstjóri og fagstjóri fatahönnunar.
Saga Sig Gísladóttir á flíkina sem varð fyrir valinu.
 
Rektor segir það hafa verið mikinn heiður að fá að klæðast flíkinni og eins og sjá má á myndinni er þá ber hún hana glæsilega. 
 
Fríða í SSG.jpeg

Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans í hönnun Sögu Sifjar.

 

Saga Sif segir það mikinn heiður að hafa orðið fyrir valinu. 

,,Fyrir mér var þvílíkur heiður að fá að klæða Fríðu Björk rektor Listaháskóla Íslands. Ég gerði mér kannski ekki alveg grein fyrir því hversu stórt þetta var fyrr en ég sá hana í kjólnum á sviðinu, það var alveg mögnuð tilfinning“ segir Saga Sif aðspurð hvernig það hafi verið að sjá kjólinn á sviðinu í Eldborg. Hnýtingarnar sem Saga notaðist við er aðferð sem hún þróaði og í ferlinu voru margar prufur gerðar.  ,,Við gerð kjólsins notaðist ég við nokkrar tegundir af garni ásamt kaðli úr Byko sem hjálpaði til við uppbygginguna. Kjóllinn í heildina hefur tekið mig sirka 2-3 vikur að hnýta.  Flíkurnar sjálfar var ég ekki búin að teikna fyrir heldur leyfði ég efnisviðnum að leiða mig áfram í átt að spennandi útkomu. Ég finn að ég er ekki búin, þetta er aðferð sem ég er spennt að sjá hvert tekur mig næst.“ Saga Sif er markvörður í meistaradeild kvenna í handbolta, spilar með Val og hefur sinnt þeirri stöðu meðfram námi. Hún segir handboltan hafa verið áhrifavald í hönnuninni í lokaverkefninu. ,,Línan mín fjallar um þá togstreitu að sinna handboltanum og náminu og ég stóð reglulega frammi fyrir því að velja á milli og það var oft mjög erfitt.
 
fbiogssg.jpg
Fríða Björk og Saga Sif baksviðs fyrir útskriftarathöfnina í Eldborg.

 

Saga Sif útskrifaðist sem fatahönnuður frá hönnunardeild. Nemendur í arkitektúr, hönnun og myndlist sýndu lokaverk sín í Hafnarhúsinu í maí og mátti þar sjá hönnun Sögu Sifjar. 

sag á sýningu.jpg
 

 

Við óskum Sögu Sif innilega til hamingju með útskriftina og hlökkum til að fylgjast með henni í framtíðinni, hvort heldur sem fatahönnuði eða á handboltavellinum.