Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að Ragnar Freyr Pálsson tekur við starfi dósents í grafískri hönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands frá og með næsta hausti.

 
Ragnar lauk BA prófi í grafískri hönnun árið 2005 og diplómu í kennslufræðum árið 2009 frá Listaháskóla Íslands. Sérsvið Ragnars er hönnun á mörkum hefðbundinnar grafískrar og stafrænnar hönnunar. Hann hefur unnið að vefsíðum, grafík og útgáfum og hóf sjálfstæðan hönnunarrekstur árið 2001. Ragnar er sjálfstætt starfandi hönnuður í fullu starfi og hannar mest fyrir skjámiðla, s.s. vefsíður, snjallforrit og stafræna mörkun. Hann hefur unnið við stafræna hönnun hjá CCP og Digon Games og gegnt stöðu hönnunarstjóra hjá erfðafyrirtækinu WuXi NextCODE. Þá er hann einn af stofnendum Tvinna, frumkvöðlafyrirtækis fyrir skapandi fólk í atvinnuleit og gaf nýverið út appið Vegan Iceland.
 
Ragnar hefur jafnframt verið virkur á alþjóðlegum vettvangi, tekið þátt í fjölda sýninga erlendis og fjallað hefur verið um verk hans í erlendum fagtímaritum og bókum Nánari má fræðast um verkefni Ragnars á heimaíðu hans: https://ragnarfreyr.com/.
 
Ragnar hefur getið sér gott orð sem stundakennari í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands en hann hefur meðal annars kennt námskeið um vefsmíði og stafræna portfólíu síðan árið 2010. Þá hefur hann einnig kennt við Háskólann í Reykjavík og við Myndlistaskólann í Reykjavík
 
Listaháskólinn óskar Ragnari innilega til hamingju með ráðninguna í hönnunar- og arkitektúrdeild og hlakkar til að fylgjast með störfum hans.