Pedagogy of imaginative dialouge (PIMDI) – vinnuvika með alþjóðlegum hópi nemenda og kennara

 
Í september sl. fór fram vinnuvika í Erasmus+ verkefninu Pedagogy of imaginative dialouge (PIMDI). Þátttakendur voru þrjátíu og komu frá Finnlandi, Noregi, Hollandi og Íslandi úr meistara- og doktorsnámsleiðum í listum og listkennslu við Uniarts í Helsinki, University of Agder í Kristianssand, Hanze University of Applied Sciences í Groningen og listkennsludeild Listaháskóla Íslands.
 
Í vinnuvikunni var dvalið í Skálholti í fjóra daga og var áherslan á samtal við og í tengslum við náttúruna. Þátttakendur prófuðu ýmsar æfingar sem nemendur listkennsludeildar LHÍ og kennarar höfðu undirbúið, fóru í göngur og unnu PIMDI einstaklings og hópaverkefni. Á fimmta degi fengu nemendur að heimsækja Menntaskólann að Laugarvatni og unnu þar með um 20 framhaldsskólanemendum úr Umhverfis- og vistfræði.
 
Vinnuvikan er sú fjórða og næstsíðasta í verkefninu en áður hefur hópurinn ferðast til Noregs og Finnlands, fyrsta vinnuvikan var á netinu og gert er ráð fyrir lokavinnuvikunni í apríl á næsta ári í Hollandi.
 
Hugmyndin að PIMDI á rætur sínar að rekja til þess að samhliða aukinni lýðræðisvæðingu í Evrópu hefur öfgahreyfingum vaxið fiskur um hrygg ásamt hugmyndum um afturhvarf til kúgandi einræðis og forsjárhyggju í siðferði. Í verkefninu hefur verið unnið að því að þróa aðferðir fyrir myndlistarnám og kennslu sem byggja á samtali og tengslum ólíkra skoðanna og gilda.
 
Kjarninn í PIMDI verkefninu er einnig að þróa hugmyndir sem gætu hjálpað nemendum og kennurum að læra hvert af öðru. Þó svo að búið sé til rými og hugað að fjölbreytileika þá á sama tíma finnum við sameiginleg áhugamál eða sameiginlegan grundvöll sem við gætum þróað bæði tengsl við það sameiginlega og þá sem við eigum ekki sameiginlegt eða hið ólíka. Í gegnum PIMDI verkefnið skoðum við tækifæri til að skapa öruggt rými til að kanna saman hvernig fjölbreytileiki getur gert okkur kleift að blómstra, bæði sem einstaklingar og sem samfélag í gegnum ´imaginative dialogue´.
 
Nánar um verkefnið má finna á heimasíðunni: https://pimdi.lhi.is/
 
Ljósmyndari: Margret Seema Takyar
 
 
 
Þátttakendur voru:
 
Nemendur
Noregur: Tina Maria Froholt, Hanna Skår Dalen, Fanni Sara Isternes, Maggi Asbjørnsen, Anja Nilsen, Kristin Albertine Stokka Troxel.
Holland: Hans Hoekstra, Eise Ivo Smit, Carry Limpens, Liesbeth Zwaag, Audrey Helwes, Natascha Vink.
Finnland: Pauliina Laukkanen, Tuire Colliander.
Ísland: Íris Friðmey Sturludóttir, Anna Halldórsdóttir, Guðrún Hrund Harðardóttir, Sigurbjörn Ingvarsson, Unnur Björnsdóttir.
 
Kennarar: Helene Illeris, Lisbeth Skregelid, Nathalie Beekman, Martijn Boven, Gudrun Beckmann, Eeva Anttila, Liisa Jaakonaho, Riikka Theresa Innanen, Ingimar Ólafsson Waage, Gunndís Ýr Finnbogadóttir, Hye Joung Park.
Kennarar frá Menntaskólanum að Laugarvatni: Jorge Montalvo-Jónsson og Leó Ingi Sigurðarson